Showing posts with label ostur. Show all posts
Showing posts with label ostur. Show all posts

Wednesday, 25 January 2017

Einfaldasta og langbesta kartöflugratínið - hlaðið að fullu!


Ég hreinlega elska kartöflugratín. Ég veit eiginlega fátt betra meðlæti með góðum kjötbita. Og ég veit fyrir víst að það eru margir sem deila ástríðu minni á þessum unaðslega rétti. Auðvitað gæti hann staðið sem sjálfstæður réttur, kannski borinn fram með léttu salati til að mæta öllum kolvetnunum og rjómanum einhversstaðar á miðri leið. En mér finnst það best sem meðlæti með góðum kjötbita eins og t.d. þessum hérna.

Kartöflurnar komu til Evrópu, fyrst til Antwerpen í kringum 1562 og dreifust um Evrópu í kjölfar þess. Ætla má að hún hafi borist til Frakklands í lok sextándu aldar og náði mikilli útbreiðslu í lok átjándu aldar þar sem hún þótti henta vel til ræktunnar og var skrifað að fátækum þætti hún góð og hún kom í stað næpunnar og rófunnar.

Kartöflugratín sem réttur á sér nokkuð langa sögu. Fyrstu heimildir um hann eru 12. júlí 1788 þar sem hann var borinn á borð í veislu á vegum Charles-Henri, hertoga af Clermont-Tonnerre og herforingja Dauphiné sem er í frönsku Ölpunum. Rétturinn kallaðist þá Dauphinoise kartöflur og var gerður úr sýrðum rjóma eins og Frökkum er von og vísa. Í fyrstu uppskriftum var ekki notaður ostur en Frakkar voru ekki lengi að fullkomna réttinn.

Auðvitað eru svo til margar uppskriftir af gratíni. Það má að sjálfsögðu skipta hluta kartaflanna út fyrir blómkál, gulrætur, seljurót, sætar kartöflur, jafnvel hvítkál. Persónulega myndi ég alltaf nota venjulegan rjóma. Ef maður ætlar að borða gratín þá fer maður alla leið.

En ætla að það væri ekki óskynsamlegt að fara aukaferð í ræktina til "að eiga inni á reikningum" fyrir þessari dásemd.

Einfaldasta og langbesta kartöflugratínið - hlaðið að fullu! 

1,2 kg kartöflur
50 g smjör
750 ml rjómi
2-3 skalottulaukar
3 hvítlauksrif
2-3 msk hvítlauksolía
nokkrar greinar ferskt timjan
salt og pipar
góður harður ostur (t.d. Óðals-Tindur)



Auðvitað þarf að byrja á því að flysja kartöflurnar.


Svo þarf að smyrja formið með mjúku smjöri. Ég kreisti einnig tvo eða þrjú hvítlaukrif og smurði eldfastamótið með þeim að innan.


Ég skar kartöflurnar með mandólíni þannig að ég fékk sneiðarnar allar jafnþunnar. Svo er bara að raða þeim upp lag fyrir lag. Svo þarf að pensla af og til með hvítlauksolíu (meira er eiginlega alltaf betra) 


Af og til er líka ljómandi að setja með smáræði af afar þunnt skornum skalottulauk. Og það er mikilvægt að salta og pipra á milli kartöflulaga.


Svo er það rjómi - nóg af alvöru rjóma. Mér finnst langbest að nota alvöru rjóma í gratínið. Ef maður ætlar að gera gratín - þá gerir maður alvöru gratín og nýtur þess. 



Næst er að rífa handfylli af ljúffengum osti yfir kartöflurnar og dreifa honum vel.


Hitið ofninn í 180 gráður og bakið gratínið, fyrst undir álpappír til að brenna ekki ostinn, í 45 mínútur. Svo er álpappírinn tekinn af og osturinn látinn brúnast í kortér í viðbót. 


Svo er ekkert annað en að bera þessa dásemd fram. 

Ég er alveg handviss um að þetta gratín er eitt það besta sem þið munið smakka. 

Tuesday, 5 August 2014

Dásamlegur djúpsteiktur camenbert með ristuðu brauði og sultu

Þetta er sígildur réttur sem ég bragðaði fyrst á Lækjarbrekku fyrir 14 árum eða svo þegar við konan mín héldum upp á fyrsta (já, eða annað) brúðkaupsafmælið okkar. Og þetta er eins og gefur að skilja alveg sérlega ljúffengur réttur. Osturinn bráðnar innan í stökkum kexkenndum brauðhjúpnum.Borið fram með góðri sultu er þetta ekkert annað en veisla fyrir bragðlaukana – sæta, selta og ríkulegt umami-bragð. 

Stundum finnst mér erfitt að staðsetja hvar í röðinni (forréttur, aðalréttur, eftirréttur) djúpsteiktur camembert á að vera. Hann er oftast borinn fram sem eftirréttur en getur verið heldur þungur sem slíkur. Sama á sennilega við um að hafa hann sem forrétt. Og ekki er þetta aðalréttur. Kannski er hann bestur sem náttverður, já, eða hádegisverður. Hvað sem því líður er hann alltaf frábær! 

Það getur verið snúið að hjúpa ostinn þar sem yfirborð hans er heldur þurrt. Veltið ostinum fyrst upp úr hveiti og síðan tvisvar sinnum í gegnum eggið og mylsnuna. Þannig er tryggt að osturinn sé hjúpaður og opni sig ekki í olíunni. 
Þessa aðferð er auðvitað hægt að nota til að hjúpa hvaða ost sem er, aðra mygluosta, mozzarellastangir eða jalapeño- og rjómaostasprengjur. 

Dásamlegur djúpsteiktur camenbert með ristuðu brauði og sultu

200 g camembert
1 bolli hveiti
3 egg
1 bolli brauðmylsna
2-3 msk góð sulta
nokkrar brauðsneiðar


Skerið ostinn í bita og veltið honum upp úr hveitinu. Þeytið saman eggin og færið ostinn úr hveitinu í eggjablönduna og þaðan í brauðmylsnuna. Endurtakið þetta.



Hitið olíuna og þegar hún er komin í 170 gráður djúpsteikið þið ostinn þangað til hjúpurinn er gullinbrúnn. Setjið til hliðar.


Ristið nokkrar brauðsneiðar til að bera fram með ostinum.


Raðið ostinum ofan á brauðsneið, tyllið örlítilli sultu ofan á og njótið!


Núna er sko kominn tími til að njóta!





Tuesday, 19 February 2013

Ljúffengir ostborgarar með truffluaoli og tartiflette kartöflum


Það hefur verið ládeyða á blogginu mínu og á Facebook síðunni minni síðastliðna vikuna og á því eru fullkomlega löglegar skýringar. Við fórum núna fyrir helgina suður til Austurríkis í okkar árlegu Alpaferð. Þetta er í sjötta sinn þar sem við tökum hús hjá Dodda og Þurý á Skihotel Speiereck í St. Michael í Lungau héraði rétt sunnan við Salzburg. Við fórum hingað í fyrsta sinn á því herrans ári 2007 - þá þegar við Íslendingar trúðum ennþá að við værum snillingar og ættum nóg af peningum! Ég man að evran kostaði um 80 krónur og mikið djöfull fannst manni við vera efnuð, þó að ég hafi bara verið aðstoðarlæknir á þeim tíma! Þetta var dásamleg ferð - við hjónin lærðum að skíða eftir áralangt hlé - ferðin var svo góð að við höfum komið hingað aftur og aftur, á sama staðinn og í sama herbergið. Hérna höfum við alltaf verið sérstaklega ánægð og notið gestrisninnar sem hérna er veitt!

Maturinn sem er í blogginu tengist þó Ölpunum ekkert - ekki nema að maturinn var orkuríkur með eindæmum eins og tíðkast í Ölpunum. Maður þarf að vera duglegur í brekkunum til að geta þolað viku af tírólamat og alpabjór. Þetta er full vinna - frábær vinna.

Bróðir minn fékk gefins trufflur frá Umbriu héraði í Ítalíu nýverið og við höfum upp á síðkastið verið að skipuleggja hvernig best væri að nota þær. Þessi réttur var einn af niðurstöðunum. Við gerðum líka risotto með villisveppum og trufflum, spaghetti með trufflueggjum og svo Tornados Rossini, sem er sennilega mest "decadent" matur sem ég hef eldað síðastliðin misseri - hvítlaukssteikt brauð, smjörsteikur biti af nautalund, steikt foie gras, sneiddar trufflur og svo madeira sósa... geðveikt!

Ljúffengir ostborgarar með truffluaoli og tartiflette kartöflum

Sumir myndu kannski segja að það að nota trufflur á hamborgara sé eins og að setja varalit á svín en hamborgarar eru auðvitað herramanns matur sé gott hráefni valið. Skyndibitastaðir hafa margir dregið hamborgarann niður í svaðið!



En meðlætið var svo eiginlega líka aðalréttur. Hugmyndin að þessum er fengin frá Rachel Khoo sem var nýverið með sjónvarpsþætti á RÚV sem voru alveg ljómandi góðir. Hún mælir með því að nota Rauchoblon ost sem er frá frönsku ölpunum en hann fékkst ekki í ostabúðinni sem ég fór í (og þar með fóru tengslin við Alpana fyrir róða) en ég fékk þennan ljómandi ost frá Alsace - Altesse sem var svona ljúffengur á bragðið.



Tartiflette er réttur þar sem maður rífur niður kartöflur og blandar beikoni, lauk, hvítlauk og svo þessum ljúffenga osti. Ég átti til þetta heimagerða beikon - hunangslegið og kaldreykt - alveg sérdælisljúffengt! Hægt er að lesa meira um beikongerð hérna


150 gr af beikoni var skorið niður í bita og steikt á pönnu ásamt heilum stórum niðurskornum rauðlauk, þremur hvítlauksrifjum og tveimur lárviðarlaufum.


Þegar laukurinn er farinn að glansa er 800 gr af rifnum kartöflum bætt á pönnuna og steikt í nokkrar mínútur og um leið reynt að blanda vel saman við laukinn og beikonið. 

Því næst er ostinum bætt saman við, niðurskornum. Hrært vel saman - og fært yfir í muffinsofnskúffu. 


Hvert mót er barmafyllt og síðan sett inn í forhitaðan ofn - 180 gráður - og bakað þangað til gullinbrúnt.


Lyktin af þessum rétt er hreinlega tryllingslega góð! 


Nærmynd af þessari dásemd! Oft er einfaldleikinn það besta - beikon, laukur, kartöflur og ostur!!!



Bjuggum til 160 gramma hamborgara og steiktum á grillpönnum þangað til medium rare. Settum líka cheddarost, sem hafði fengið að þroskast í 12 mánuði, á borgarana.

Truffluaoli er auðvelt að gera. Auðvitað er hægt að gera aoli frá grunni - og slíkt er afar létt, djion, hvítlaukur, eggjarauða og svo olía! En við létum okkur 6 kúfaðar msk af Hellmans mayonaise og við það blandaði ég einni teskeið af kröftugri truffluolíu, salti & pipar og að lokum raspaði ég heila svarta trufflu saman við.



Síðan var ekkert annað en að raða hamborgaranum saman. Truffluaoli, salat, tómatur, hamborgari, smá sinnep, tómatsósa og svo meira aoili.


Með maturm drukkum við þetta rauðvin. Pata Negrasem  er Spánskt Tempranillo vín - dökkt og þykkt í glasi. Ilmar af dökkum berjum - smávegis tannín. Passaði ágætlega með öllum þessum heita mat. Gott eftirbragð.



Þessi hamborgari hefði getað unnið til verðlauna - og tartiflette kartöflurnar voru alveg frábærar. Þær hefðu alveg getað verið aðalréttur með góðu salati og góðri baguette!

Bon appetit!



Thursday, 20 January 2011

Er hægt að gera hollt "Mac and cheese"? Gómsæt útgáfa með blómkáli ogpúrrulauk!

Makkarónur með osti er ákaflega vinsæll réttur vestanhafs og telst til svokallaðs"comfort food". Slíkur matur er yfirleitt hlaðin kolvetnum og oftast gerður með miklu smjöri og rjóma og er eftir því... oftast ári góður. Vermir sálina en hýðir síðuna! Þessi réttur er tilraun til að gera holla útgáfu af þessum ágæta rétt. Og svei mér þá ég held að það hafi bara tekist. Ekki það að hann hafi verið ostlaus - því fer fjarri, en!...en það fór ekki arða af smjöri eða rjóma í réttinn og bara lítilræði af mjólk!

Þessa blómkálssósu bjó ég til um daginn þegar við gerðum grænmetislasagna. Og í stað þess að búa til bechamél sósu (ein af móðursósunum; gerð úr smjöri, hveiti og mjólk) gerðum við sósu sem svipaði til þess sem við gerðum í kvöld. Þessi réttur er líka sannarlega í anda manifestósins sem var sett í upphafi mánaðarins.

Er hægt að gera hollt "Mac and cheese"? Gómsæt útgáfa með blómkáli og púrrulauk!

Fyrst var að setja tvo potta með söltuðu vatni og hita að suðu. 400 gr af blómkáli var skorið í bita og soðið þar til mjúkt - kannski í 8-10 mínútur. Á sama tíma var penne pasta soðið þar til al dente. Þegar blómkálið var tilbúið var það sett í skál, smá skvetta af pasta vatninu bætt við, 150 ml af mjólk, salt og pipar - nóg af því og þeytt saman með töfrasprota. 150 gr af rifnum cheddarosti er bætt saman við.

2-3 msk af kröftugri hvítlauksolíu er dreift í eldfast mót, pastað sett ofan í og blómkálsostasósan hrærð saman við ásamt heilum niðurskornum púrrulauk. Smávegis af rifnum osti er sáldrað yfir. Bakað í þar til osturinn verður gullinnbrúnn. Borið fram með brauðhleif og einföldu salati.

Bon appetit.

Friday, 9 April 2010

The Grilled Cheese Sandwich: PAIN PERDUE, the lost sandwich - this isjust a tribute!

preheat


This happens to be the first time I blog in any other language than my own - the velvety Icelandic language!  And there is a good reason for that which I think is highly ambitious!

There is a little story behind this and it goes something like this; not so long ago I stumbled on the great website, www.cheeseandburger.com, and I learned there a great deal about hamburgers and Wisconsin cheese. I showed the site to a couple of friends and a few weeks later we embarked upon mission to create four great hamburgers and at the same time drink alot of beer. Waddaya know, it was fantastic. I blogged about the venture on my blogsite and posted a comment on the cheese and burger facebook site. It appears they liked it, they awarded me as a member of high standing and sent me a couple of really nice T-shirts. They have now started a site devoted to the grilled cheese sandwich (which I love deeply).

They have promised a T-shirt for those who contribute a recipe and this will be my effort. Actually this is a recipe I stole from my father in law and he stole it from someone else. That is what is so cool about cooking. Nobody owns a recipe - you just get to cook it, and those who love to cook usually share their recipes for others to enjoy.
ontheheat


What is special about this version is that it uses my very own proscuitto which I have been working on since last fall.

The Grilled Cheese Sandwich: PAIN PERDUE, the lost sandwich - this is just a tribute!


heatcloseup


It is not only the name of this sandwich that makes it stand out,  it is also the methodology. And this particular method I learned from my father in law; he even cooked the very sandwiches so elegantly displayed on the photos. The name of the sandwhich means; The lost bread. Maybe because the ham is stuffed, or that the bread is soaked in beaten eggs and is not directly visible after cooking. But the name is just a name - the sandwich is the big deal.
intheheat


First you slice a whole loaf of bread in thick (5-7 cm) slices. Then you take each thick slice and cut into the middle of the slice only a third of the way, then sticking the knife into the opening and creating a pocket. The pocket is first smeared with coarse mustard, even a little mayo. Then stuffed with freshly sliced prosciutto and large amounts of white cheddar cheese (but any melting cheese will do fine). The sandwich is then rolled in beaten seasoned (salt and pepper) eggs and fried in butter/olive oil untill it turns golden brown. It is then moved from the pan to an oven plate and baked in a 180 centigrade warm oven for 15-20 minutes.
coolingslightly


Serve with a dressed salad or just undulge it on its own. It is absolutely wonderful; tasty, savory, juicy and first and foremost packed with delicious cheese!
destenedforthestomach


Bon appetit, I really mean it! BON APPETIT!

Sunday, 8 November 2009

Gómsæt Galette pönnukaka með osti, skinku og steiktu eggi á erfiðumlaugardagsmorgni


Það var gott að koma heim til Svíþjóðar aftur. Þetta var ansi hressilegt frí á Íslandi þessa daga - ef frí skyldi kalla. Hittum nærri alla bæði vini og fjölskyldumeðlimi og það var einstaklega ljúft að sjá alla aftur. En það er full vinna að vera að hitta fólk alla daga - mörgum sinnum á dag. Einn daginn fékk ég þrjá hádegisverði - sem ef maður væri Hobbiti væri fullkomið, en fyrir þann sem langar að komast niður beltisgat er þetta þungur róður! En þetta var allt gaman samt sem áður - en ekki var mikið um hvíld þessa viku. Það má segja að maður hafi hvílt sig í vinnunni þessa síðustu vikuna. En það var samt indælt að koma á frónið - þessa ljósmynd tók ég síðasta sunnudagsmorgun í Lækjarkoti þegar við vorum að leggja í hann á leið á flugvöllinn. Það er ekki leiðinlegt að fylla hugann með minningum sem þessum. Fátt er fallegra en íslensk fjöll!

Bróðir minn, Kjartan, kom í heimsókn frá Köben og við erum búin að eiga ljúfa helgi hérna saman. Á fimmtudagskvöldið gerðum við íslenskt slátur - soðna og steikta lifrarpylsu og kartöflumús. Virkilega ljúffengt. Í okkar fjölskyldu er vaninn að bera fram rifsberjasultu með steiktu lifrarpylsunni - fyrir þá sem hafa ekki prófað þá er það sérstaklega ljúffengt...ég lofa!Á föstudaginn vorum við með ekta "comfort" mat - entrecote með ekta bernaise, hef bloggað um slíkt áður - sjá hér. Eftir matinn fórum við svo í næsta hús - til Signýjar Völu og Þóris manns hennar. Hún var með systur sína í heimsókn og pabba sinn. Það var dregin upp ákavítisflaska og þá fer sem fer. Morguninn eftir var því þörf á steiktu eggi - stundum krefur líkaminn bara um slíkt. Þá jafnar maður sig fyrr. Við fórum síðan í góða gönguferð um bæinn. Um kvöldið vorum við svo með lambahrygginn sem ég hafði smyglað frá Íslandi, fylltur núna með rósmarín og timian og niðursneiddum hvítlauk með sveppasósu a la mamma með rótargrænmeti, ekkert ólíkt því sem ég gerði síðustu viku, sjá hér. Í kvöld var svo flatbaka með afgöngum. Ljúffengt!

Annars var ég líka að sýsla við að gera kindakæfu eftir leiðbeiningum Helgu Sigurðardóttur úr bókinni - Matur og Drykkur - en breytti aðeins útaf með því að nota ekki mör og í stað þess mun minna magn af smjöri, meira af pipar og svo setti ég einnig hvítlauk í mína uppskrift. Sjáum hvernig rætist úr þessu.

Gómsæt Galette pönnukaka með osti, skinku og steiktu eggi á erfiðum laugardagsmorgni

Hráefnalisti

75 gr hveiti
75 gr grahamsmjöl
Salt
Jómfrúarolía
Lyftiduft
2 egg
400 ml mjólk
Ostur
Skinka

Þessi réttur sameinar ást mína á pönnukökum - sérstaklega crepes, bræddum osti og steiktu eggi. Fyrir mat á föstudaginn var ég að blaða í bók sem heitir Culinaria France og þar rakst ég á þessa uppskrift. Samkvæmt uppskriftinni í þeirri bók var kveðið á um að nota "buckwheat" sem að ég held að sé bókmjölshveiti - alltént þýðist það yfir á bovete og boghvede á sænsku og dönsku - ef ég hef rangt fyrir mér þá óskast leiðréttingar. Bókmjölshveiti er unnið úr grastegund ekki hveititegund ef ég hef skilið literatúrinn nógu vel. Þessi grastegund á uppruna sinn að rekja til Austurlanda og tóku Evrópubúnar vel á móti henni þar sem hún óx bæði hratt og var harðger. En hvað um það.

Ég átti ekkert bókmjölshveiti, þannig að ég blandaði bara saman venjulegu hvítu hveiti og grahamsmjöli, síðan skvettu af salti, olíu, smá lyftiduft, tvö falleg egg og svo næg mjólk og úr varð þetta fallega pönnukökudeig. Pönnukökupannan er hituð og við hliðina önnur til þess að steikja eggið. Þá er deigið sett á pönnuna í fremur þunnu lagi og á sama tíma er eggið sett á hina.

Samkvæmt uppskriftinni á kokkurinn að setja hreina fitu á pönnukökuna þegar búið er að snúa henni en ég ákvað í stað þess að setja ost, síðan nokkrar sneiðar af skinku og þvínæst er eggið sett ofaná. Brotið upp á kantana og steikt áfram þangað til að allt er orðið fallega brúnt. Borið fram með rjúkandi kaffi og góðum appelsínusafa.

Annars hef ég mikið verið að spá í bíómyndir þar sem matur leikur eitt af aðalhlutverkunum eftir að ég sá sýnishornið af Julia&Julie. Mér hefur dottið í hug mynd Stanley Tucci - Big Night, danska myndin Babette's gestebud, teiknimyndin Ratatouille, og svo Like water for Chocolat. Ef lesendum dettur fleiri myndir í hug væri ég þakklátur fyrir athugasemdir.

Saturday, 26 September 2009

Morgunverður sigurvegara; ristað brauð með osti, nýjum sætum tómötum og hleyptum eggjum

Ég hef nokkrum sinnum áður bloggað um morgunverði fjölskyldunnar. Á sunnudagsmorgnum hefur eiginlega myndast sú hefð að gera pönnukökur að amerískri fyrirmynd - þetta er hugmynd sem ég stal frá vini mínum, nágranna og kollega Jóni Þorkeli - sem hefur verið duglegur við þetta í gegnum tíðina. Og það er fátt heimilislegra en, á sunnudagsmorgni, að setjast með fjölskyldunni og snæða girnilegan morgunverð.

Einhvern tíma bloggaði ég svo um þennan rétt, ég kallaði það Egg's Ragnarict, og var þannig að gera gamla uppskrift að minni - Egg's Benedict - mín útgáfa var, að mér fannst, nógu frábrugðin til að réttlæta svona þjófnað...ef þjófnað skal þá kalla.

Þetta var í morgunmat einn helgardaginn - þó ekki í morgun þar sem ég átti ekki til tómata - því miður - lét mér nægja að borða ristað brauð með osti og marmelaði - sem er nú eiginlega staðal heimilisins. Þetta var á borðum seint í ágúst. Ætli að maður hafi ekki verið eilítið rykugur en samt ekki nóg til að réttlæta alveg heilan enskan morgunverð - með beikoni og öllu tilheyrandi.

Þannig að úr varð þessi réttur.

Morgunverður sigurvegara; ristað brauð með osti, nýjum sætum tómötum og hleyptum eggjum

Rista brauð, smyrja með smá vegis af smjöri, setja nokkrar sneiðar af osti, þykkar sneiðar af nýjum sætum tómötum.



Að hleypa eggjum er einfaldara en margur heldur. Sjóða vatn í potti og leyfa því að sjóða bara svona ofurlétt - einstaka bólur mega koma á yfirborðið. Þá hellirðu smá skvettu af hvítvínsediki - það hjálpar að binda eggið saman þannig að það leysist ekki upp í vatninu. Síðan er vatnið saltað lítillega. Áður en eggið er sett út í er það brotið í skál eða bolla þannig að það sé hægt að setja það varlega útí. Núna er komið að því að setja eggið útí en rétt áður er vatninu hrært þannig að það myndast smá hvirfill í miðju pottarins og í þennan hvirfil er egginu rennt varlega en þó djarflega útí. Þannig verður það að fallegri lítilli kúlu - látið sjóða í 4 mínútur til að fá linsoðið egg þar sem rauðan er ennþá laus og gljáandi.

brau_me_hleyptum_eggjum_2.jpg

Skreytt með nokkrum steinseljulaufum - Verði ykkur að góðu.