Sunday 27 September 2020

Einn dásamlegasti kjúklingaréttur allra tíma - Kjúklingur sextíuogfimm (Chicken Sixty-five)


Ég hafði ekki heyrt um þennan rétt fyrr en að Snædís, eiginkona mín, kom heim með hann frá veitingahúsinu Bombay Bazar í Ármúlanum. Ég varð hreinlega orðlaus - þetta var sennilega besti kjúklingaréttur sem ég hafði bragðað. Og ég hef pantað hann nokkrum sinnum síðan - ótrúlega seðjandi og bragðmikill réttur.

Og ég var eiginlega undrandi á að hafa ekki kynnst honum áður. Svo góður er hann! Þessi réttur á sér ekki langa sögu. Hann varð til á Buhari Hótelinu í Chennai á Indlandi. Kokkurinn - herra Buhari, bjó til þennan rétt fyrir gesti hótelsins. Nafnið á réttinum hefur vakið nokkra athygli - og verið innblástur í ýmsar sögusagnir um tilurð réttsins - að hann innihaldi 65 mismunandi krydd, að hann hafi verið búinn til fyrir indverska herdeild. En svo er ekki raunin. Herra Buhari bar þennan rétt fyrst fram árið 1965. Og þannig fékk hann nafn sitt - eftir fæðingarárinu! 

Einn dásamlegasti kjúklingaréttur allra tíma - Kjúklingur sextíuogfimm (Chicken Sixty-five)

Þetta er ekki flókin eldamennska - en hún er nokkuð tímafrek og er í allavega þremur stigum. Fyrst marinering, svo djúpsteiking og svo er kjúklingurinn steiktur aftur í sósunni. 

Hráefnalisti fyrir 6 

1,4 kg úrbeinuð kjúklingalæri 
1/2 dós grísk jógúrt
safi úr tveimur sítrónum
2 egg
3 msk túrmerik
3 msk garam masala
3 msk papríkuduft
2 msk chiliduft
1 msk chiliflögur
2 msk svartur pipar
1 bolli maísmjöl
6 msk hvítlauks- og engifermauk
50  ml rauðsófusafi (ég fékk hann með því að stappa vökvann úr nokkrum forsoðnum rauðrófum)
salt 
2 l sólblómaolía til að djúpsteikja

Fyrir sósuna 

1/2 dós grísk jógúrt
50 ml rauðrófusafi
5 msk tómatsósa
2 msk sæt chilisósa
2 msk siracha sósa
salt og pipar
1 græn chili
10-15 karrílauf
1 msk hvítlauks- og engifermauk

Meðlæti

Basmati hrísgrjón 
Einfalt mangósalat (gleymdi að taka mynd af því) 



Byrjaði á því að skera kjúklingalærin í sex nokkuð álíka stóra bita. Setti í skál og bætti svo jógúrt, eggjum, maísmjöli, engifer- og hvítlauksmauki, rauðrófusafa og öllu kryddinu saman í skálina. Saltaði.
.

Þá er að blanda öllum þessum hráefnum vandlega saman og leyfa að marinerast í að minnsta kosti 30 mínútur - meiri tími er auðvitað betri - sumar uppskriftir sem ég rakst vildu stungu upp á að hafa þetta yfir nótt, þannig að ég ákvað að fara milliveginn, tæplega þrjár klukkustundir. 


Þá var ekkert annað að gera en að hita olíu upp í 160 gráður og djúpsteikja nokkra bita í senn og leggja þá svo til hliðar þegar þeir voru orðnir fallegir á litinn og eldaðir í gegn. Það tók ekki nema nokkrar mínútur að steikja kjúklingin í gegn. 


Er það bara ég sem, eða eruð þið fleiri, sem elskið djúpsteiktan kjúkling? 


Það er mikilvægt að gera nóg af kjúklingi - þar sem fólk á eftir að borða yfir sig af þessu ljúfmeti. 


Þegar kjúklingurinn var tilbúinn fór ég að huga að sósunni. Blandaði saman jógúrtinni, tómatsósunni, siracha og sætri chilisósu saman í skál. 

Saxaði svo niður einn grænan chili. Hitaði olíu á pönnu og steikti eldpiparinn með hvítlauks- og engifermauki og karrílaufunum.


Hitaði sósuna upp á pönnunni og blandaði vel saman við hráefnin. 


Lokaskrefið var að færa kjúklinginn í sósuna og blanda varlega þannig að hann varð alveg hjúpaður. Steikja svo saman í nokkrar mínútur. Skreytti með kóríander. 


Margir kannast við 1000 Stories Zinfandel - þetta er eiginlega stóra systir hans. Þetta er bandarískt Capernet Sauvignion frá Kalíforníu sem fær að þroskast á vískitunnum. Vivino gefur þessu víni  4.0 í einkunn og vínótek fjórar stjörnur. Það er skiljanlegt þar sem um ljúffengan rauðvínssopa er að ræða. Hefur kraftmikinn tón, er þurrt og rúllar vel á tungu. Allir voru sammála um að það gaf matnum ekkert eftir. 


Borið fram með hrísgrjónum og einföldu mangósalati. 

Hvet ykkur til að prófa Kjúkling sextíu- og fimm! 

Þetta er sælgæti! 

-------


Flest hráefnin í þessari færslu fást í verslunum Hagkaupa

Friday 25 September 2020

Ljúffeng Västerbottenbaka með reyktum laxi og karmelliseruðum rauðlauk ásamt hlaðborði af góðgæti


Þessi færsla er í samstarfi við sænska félagið. Þau báðu mig um að búa til uppskrift af Västerbottenböku sem er ómissandi réttur á veisluborði þegar Kräftskiva er haldin. 

----

Sænska fé­lagið á Íslandi efn­ir til sinn­ar ár­legu humar­veislu í dag en fé­lagið fagn­ar 65 ára af­mæli í ár. Humar­inn sem notaður er, geng­ur oft­ast und­ir nafn­inu vatnakrabbi (á sænsku: kräfta) og er lít­ill og rauður að lit og minn­ir um margt á humar­inn frá Kan­ada, en þó um­tals­vert minni.

Þessi krabbi lif­ir í stöðuvötn­um og ám víða um heim og er unnt er að veiða hann í stöðuvötn­um í Svíþjóð. Hann er gjarn­an soðinn í söltu vatni með dilli og þykir einkar bragðgóður. Kräftski­va, sem er sænska nafnið á þess­ari humar­veislu, er hefð sem má finna heim­ild­ir um allt frá sextándu öld. Þar má nefna sænska kon­ung­inn Karl Erik XIV (1560-1568), sem ræktaði vatnakrabba í varn­ars­íkj­um sín­um. Slík síki voru al­geng um­hverf­is sænsk­ar kon­ungs­hall­ir. Vatnakrabb­inn varð mjög vin­sæll í Svíþjóð, svo mjög að hann var ná­lægt út­rým­ingu, en til að stöðva út­rým­ingu hans þurfti að setja regl­ur sem bönnuðu veiði nema í ág­úst. Úr varð að ár­legar krabba­veisl­ur voru ávallt haldn­ar á haust­in og eru það enn þann dag í dag.

Sag­an seg­ir, að í stærri borg­um, hafi borð í þess­um veisl­um verið skreytt með lit­rík­um ljós­um og pappa­disk­um. Með vatnakrabb­an­um var drukkið óhemju mikið af „nubbe“ (brenni­vínssnafs). Við þjóðar­at­kvæðagreiðsluna árið 1922 þar sem kosið var um áfengsi­bann varð vatnakrabb­inn tákn um all­ar nei­kvæðu hliðar­inn­ar á mik­illi áfeng­isneyslu. Rit­höf­und­ur­inn og mynd­list­armaður­inn Al­bert Engström hannaði mynd á serví­ettu með text­an­um: „Vatnakrabb­inn krefst þess­ara drykkja!“

Frá og með 1994 mátti borða vatnakrabb­ann allt árið um kring og hef­ur sænska fé­lagið á Íslandi haldið ár­lega veislu, kräftski­va, á liðnum árum. Þrátt fyr­ir að Covid-19 hafi sett strik í reikn­ing­inn var ákveðið að halda í hefðirn­ar og hugsa í lausn­um. Ákveðið var að búa til „veislupakka“ sem sam­an­stend­ur af 1 kg af vatnakrabba, sænsku hrökk­brauði (knäckebröd), Vä­ster­bottenosti, ljúf­fengri upp­skrift og söngva­hefti. 

Vä­ster­bottenost­urinn er jafn mik­il­væg­ur og sjálf­ur vatnakrabb­inn. Kannski var það áfeng­is­magnið og að vatnakrabb­inn sjálf­ur er ekki sér­stak­lega mat­ar­mik­ill að hús­mæðurn­ar tóku upp á því að bjóða upp á osta­böku áður en veisl­an hófst, en þessi osta­baka er ávallt for­rétt­ur í krabba­veisl­unum.

Lækn­ir­inn í Eld­hús­inu hef­ur gert sér­staka upp­skrift af osta­bök­unni handa sænska fé­lag­inu að þessu sinni. Ragn­ar Freyr Ingvars­son er mik­ill Svía­vin­ur, er sænsk­ur rík­is­borg­ari, og bjó hann sjálf­ur úti í Svíþjóð í fjölda­mörg ár þegar hann var í sér­námi í Lundi. Fé­lagið hef­ur kynnst hon­um gegn­um fyrr­ver­andi sendi­herra Svía á Íslandi, Håk­an Ju­holt. Sænska fé­lagið hafði sam­band við Ragn­ar og bað hann um að gera upp­skrift fyr­ir fé­lagið og brást hann vel við og út­bjó góm­sæta upp­skrift af böku með Vä­ster­bottenosti, reykt­um lax og kara­melliseruðum rauðlauk.

Upp­skrift­in verður að sjálf­sögðu gef­in út og send viðtak­enda með veislupakk­an­um.

Vä­ster­bottenost­ur, sem er einkar bragðmik­ill, er nýj­ung á Íslandi en má meðal ann­ars finna í Mela­búðinni, Bón­us og Hag­kaup.

Ljúffeng Västerbottenbaka með reyktum laxi og karmelliseruðum rauðlauk

Hráefnalisti

Deig:
350 ml hveiti
150 g smjör við stofu­hita
1 egg salt

Fyll­ing:
3 egg
350 ml rjómi
1 1/​2 rauðlauk­ur
150 g reykt­ur lax
50 g smjör
350 g Vä­ster­bottenostur

Byrjaðu fyrst á því að búa til deigið með því að blanda saman hveiti, salti og smjöri. Auðveld­ast er að nota mat­vinnslu­vél en auðvitað má líka hnoða með sleif eða hönd­un­um. Endaðu með því að bæta egg­inu við og hrærðu hratt sam­an í slétt og gljá­andi deig.

Svo er að fletja deigið í böku­form (paj­form) og láta það bíða í um það bil 30 mín­út­ur í ís­skáp.

Þá er deigið bakað fyr­ir fram í 10-15 mín­út­ur í 200 gráðu heit­um ofni.


Næst er að hakka ostinn í grófa bita. 


Næstu skref: Þeyttu egg og rjóma sam­an svo til verði slétt blanda og bættu síðan við gróf­um rifn­um ost­in­um. Skerðu lauk­inn í sneiðar og steiktu hann við væg­an hita þar til hann hef­ur kara­mell­ast, í um það bil 15-20 mín­út­ur.

Skerðu reykta lax­inn í bita og kryddaðu með pip­ar og salti eft­ir smekk.

Leggðu helm­ing­inn af lax­in­um og laukn­um í böku­skel­ina og helltu síðan helm­ingn­um af osta- og rjóma­blönd­unni yfir.


Bættu þar næst rest­inni af lax­in­um og laukn­um saman við og endaðu á því að hella af­gang­in­um af osta- og rjóma­blönd­unni í skel­ina.


Bakaðu í miðjum ofni, um það bil 25-30 mín­út­ur.

Bak­an er til­bú­in þegar hún hef­ur fengið fal­leg­an lit og eld­húsið ilm­ar af dá­sam­lega bráðnum Vä­ster­botten osti.


Leyfðu henni svo að taka sig inn í ísskáp í sólarhring áður en hún er borin fram. 


Næst er að skera niður í fallega sneiðar. 


Þetta bar ég fram með hlaðborði af öðru góðgæti, ostum og skinkum og svo heimagerðri rifs- og bláberjasultu. 


Bar einnig fram þessar ljúffengu innbökuðu kæfur frá Kjötbúðinni - bæði hreindýralifrarkæfu og gæsakæfu. 

Þetta var algert sælgæti. 

Mikið er gott að fá sér gott í gogginn. 

-------


Flest hráefnin í þessari færslu fást í verslunum Hagkaupa

Friday 11 September 2020

Kraftmikill kjúklingur með rjómaosti, bragðbættur með papríkum og chili - með meira af papríkum og chili borið fram með saffran hrísgrjónum

 


Þessi réttur var reyndist einfaldur og afskaplega góður. Hér er notaður rjómaostur sem er bragðbættur með grillaðri papríku og chili. Hann eins og kallaði á meira af litríkum papríkum og chili og svo fannst mér passa mjög vel að hafa saffranhrísgrjón með - en það þarf ekki nema smáræði til fá bæði bragð og lit.
Kraftmikill kjúklingur með rjómaosti, bragðbættum með papríkum og chili - með meira af papríkum og chili borið fram með saffran hrísgrjónum

Hráefnalisti handa 4-5

1 kg úrbeinuð kjúklingalæri
1,5 dós af rjómaosti bragðbættum með grilluðum papríkum og chili
2 msk jómfrúarolía
1 msk ras el hanout frá Kryddhúsinu
1 msk sæt papríka
1 tsk marókósk harissa
salt og pipar

1 rauð papríka
1 gul papríka
1 appelsínugul papríka
2 hvítlauksrif
1 rauður chili
2 msk hvítlauksolía
150 ml hvítvín
salt og pipar
1 msk steinselja og basil

1 bolli hrísgrjón
2 msk jómfrúarolía
0,25 g saffran
salt og pipar

græn lauf
pikkólótómatar
Dala fetaostur


Byrjaði á því að setja kjúklinginn í skál og bætti jómfrúarolíunni og kryddinu saman við, saltaði og pipraði og leyfði að marinerast í um klukkustund. 

Þvoði allar papríkurnar og skar þær í strimla og steikti í hvítlauksolíu. Saltaði og pipraði og bætti svo smátt skornum hvítlauk og chili saman við. Þegar grænmetið var orðið mjúkt hellti ég hvítvíninu saman við og sauð nær alveg niður. 

Lagði svo papríkurnar í botninn á eldföstu móti og svo rjómaost, u.þ.b. hálfa dós. Lagði svo kjúklinginn ofan á papríkurnar og svo afganginn af rjómaostinum ofan á. 


Bakaði í ofni í 45 mínútur þangað til að rjómaosturinn var bráðinn. Skreytti svo kjúklinginn með smátt skornum kryddjurtum, basil og steinselju. 


Á meðan kjúklingurinn var í ofninum suðum við hrísgrjón. Þegar þau voru næstum því tilbúin bætti ég jómfrúarolíu og saffrani saman við og lét svitna saman í nokkrar mínútur. 


Með matnum nutum við Ramon Bilbao Reserva 2015 frá Spáni. Þetta vín hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Alveg frá því að ég heimsótti þennan framleiðenda haustið 2018 þegar við tókum upp þáttinn Læknirinn á Spáni sem ennþá er hægt að sjá á Sjónvarpi Símans Premium. Þetta vín er unnið úr 100% Tempranillo þrúgum. Þetta er bragðmikið vín - fullt af frísklegum berjatónum. Kryddaðir bragðtónar með ljúffengu eikuðu eftirbragði.


Svo var bara að raða á disk. Og njóta. 

Þetta var alveg stórkostleg máltíð. 

Verði ykkur að góðu.


-------


Flest hráefnin í þessari færslu fást í verslunum Hagkaupa