Það er mikið um að vera á heimilinu um þessar mundir. Ég hef verið í leyfi frá minni hefðbundu vinnu á gigtardeildinni í Lundi og sinni núna bókinni minni í fullri vinnu og aðeins rúmlega það. Ég þarf reyndar að vinna í næstu viku en þá verð ég aftur á barnagigtardeildinni. Skrítið að segja það að en ég sakna alltaf pínulítið vinnunnar minnar - þó svo að mér finnst alveg meiriháttar að vera að elda - don't get me wrong! Þetta eru mikil forréttindi að finnast bæði vinnan sín og áhugamálin svona skemmtileg!
Ég er, eins lesendur síðunnar kannski vita, mikill aðdáandi bernaise sósu - ætli það sé ekki sú sósa sem ég hef bloggað hvað mest um, enda er það ekki skrítið þar sem hún er algerlega frábær, a.m.k. að mínu mati. Hér var hún elduð eftir kúnstarinnar reglum, sjá hér. Hérna reyndi ég að gera létta útgáfu, sjá hér. Hér var hún að hætti Úlfars Finnbjörnssonar - en borin fram með konfiteruðu lambalæri, sjá hér. En þó að bernaisesósa sé góð þá eru líka til aðrar góðar sósur til að hafa með grilluðu nautakjöti (skipta sennilega þúsundum) og þessi er einkar ljúffeng. Hana hef ég gert nokkrum sinnum áður og hún á sérstaklega vel við þegar það er heitt er í veðri.
Safarík T-bone nautasteik með tómat-estragonsósu og blönduðu grænmeti
Það væri nú réttara að kalla þetta L-bein steikur þar sem það var búið saga annan hlutann af T-inu af.
Byrjaði á því að gera sósuna - sem er létt og frískandi.
Tómatsósan er fremur einföld. Fyrst er að hakka niður fjóra rauða tómata. Sett í skál. Þá er hálfur rauðlaukur, einn smár skarlottulaukar, tvö hvítlauksrif skorin smátt niður og bætt í skálina með tómötunum. Tveimur matskeiðum af góðri tómatsósu er bætt saman við, einnig safa úr hálfri sítrónu, tvær tsk af Worchestershire sósu (prófaðu að segja það hratt), tvær tsk af grófu sinnepi (djion/skánskt), nokkrar hristur af Tabascó sósu og loks saltað og piprað eftir smekk. Svo setti ég eina msk af hökkuðum graslauk og eina msk af fersku estragoni. Blandað vel saman og látið standa í ísskáp í rúma klukkustund.
Steikurnar voru penslaðar með olíu og saltaðar vel og pipraðar. Mér hafði borist sending af íslensku salti frá Saltverk - sem er gert eftir gamalli íslenskri aðferð. Þetta salt er framleitt á Vestfjörðum og er ljúffengt - skarpt og gott! Mæli eindregið með því að við styðjum við bakið á íslenskri framleiðslu! Þetta gefur Maldon saltinu ekkert eftir!
Skar niður ein heilan kúrbít og raðaði í bakka ásamt nokkrum niðursneiddum radísum og nokkrum aspasspjótum sem höfðu orðið afgangs síðan daginn áður. Olía, salt, pipar og svo sítrónusneiðar.
Grillað í nokkrar mínútur. Smá hvítvíni skvett á grænmetið undir lokin.
Grillað við öskrandi hita eina til tvær mínútur á hvorri hlið þangað til medium rare.
Bjútiful!
Raðað á disk.
Þetta er í annað sinn sem ég smakka þetta vín. Baron de Ley Finca Monasterio frá því árið 2009. Þetta er spánskt vín frá Rioja héraði. Vínið gert úr 80% tempranillo þrúgum en blandað 20 prósent Cabernet Sauvignion. Vínið er dumbrautt og þykkt í glasi. Ilmurinn nett kryddaður með ríkum ávexti. Bragðið með svipuðum tónum - mjúk fylling, aftur dökk ber og jafnvel smá súkkulaði. Virkilega ljúffengt vín.
Tími til að njóta!
Veðrið er búið að leika við okkur síðastliðna daga og það hefur ekki verið neitt vandamál að vera úti að elda.
Það væri nú réttara að kalla þetta L-bein steikur þar sem það var búið saga annan hlutann af T-inu af.
Byrjaði á því að gera sósuna - sem er létt og frískandi.
Tómatsósan er fremur einföld. Fyrst er að hakka niður fjóra rauða tómata. Sett í skál. Þá er hálfur rauðlaukur, einn smár skarlottulaukar, tvö hvítlauksrif skorin smátt niður og bætt í skálina með tómötunum. Tveimur matskeiðum af góðri tómatsósu er bætt saman við, einnig safa úr hálfri sítrónu, tvær tsk af Worchestershire sósu (prófaðu að segja það hratt), tvær tsk af grófu sinnepi (djion/skánskt), nokkrar hristur af Tabascó sósu og loks saltað og piprað eftir smekk. Svo setti ég eina msk af hökkuðum graslauk og eina msk af fersku estragoni. Blandað vel saman og látið standa í ísskáp í rúma klukkustund.
Steikurnar voru penslaðar með olíu og saltaðar vel og pipraðar. Mér hafði borist sending af íslensku salti frá Saltverk - sem er gert eftir gamalli íslenskri aðferð. Þetta salt er framleitt á Vestfjörðum og er ljúffengt - skarpt og gott! Mæli eindregið með því að við styðjum við bakið á íslenskri framleiðslu! Þetta gefur Maldon saltinu ekkert eftir!
Skar niður ein heilan kúrbít og raðaði í bakka ásamt nokkrum niðursneiddum radísum og nokkrum aspasspjótum sem höfðu orðið afgangs síðan daginn áður. Olía, salt, pipar og svo sítrónusneiðar.
Grillað í nokkrar mínútur. Smá hvítvíni skvett á grænmetið undir lokin.
Grillað við öskrandi hita eina til tvær mínútur á hvorri hlið þangað til medium rare.
Bjútiful!
Raðað á disk.
Þetta er í annað sinn sem ég smakka þetta vín. Baron de Ley Finca Monasterio frá því árið 2009. Þetta er spánskt vín frá Rioja héraði. Vínið gert úr 80% tempranillo þrúgum en blandað 20 prósent Cabernet Sauvignion. Vínið er dumbrautt og þykkt í glasi. Ilmurinn nett kryddaður með ríkum ávexti. Bragðið með svipuðum tónum - mjúk fylling, aftur dökk ber og jafnvel smá súkkulaði. Virkilega ljúffengt vín.