Thursday 29 April 2010

Kryddjurtir og grænmeti - garðrækt á fullri ferð; upplýst um verkefnisumarsins!

Það var ljúft að sitja í garðinum í dag eftir vinnu, eftir erfiðan skvassleik (sem ég tapaði), með matreiðslubók í hönd og renna í gengum þær uppskriftir sem mig langar til að gera á næstunni. Það var hlýtt í dag, eiginlega fyrsti sumardagurinn, eitthvað yfir tuttugu stig og léttskýjað. Ég sat með bók Rick Stein í hönd - Mediterranian Escapes - sem reyndar er nokkra ára gömul, frábær alveg. Hvað er sumarlegra en uppskriftir sem eru innblásnar frá Miðjarðarhafinu. Ætli ég gera ekki eina þeirra um helgina! Nánar um það síðar.

Síðasta vika hefur verið einkar ljúf í Púkagrandanum. Foreldrar mínir, Lilja og Ingvar,  komu í heimsókn núna á fimmtudaginn í seinustu viku. Þau sluppu rétt inn á Kastrúp áður en honum var lokað vegna eldgosins í Eyjafjallajökli. Maður sér þetta fyrir sér sérstaklega dramatískan hátt - öskuþokan nagandi í stélið á flugvélinni sem rétt sleppur til lendingar áður en myrkt öskuregnið umlykur flugvélina...en mér skilst að það hafi verið heiðskýrt. Hvað um það!

Það var frábært að hafa þau hjá okkur - við vorum búin að sakna þeirra. Við lögðum okkur fram við að elda góðan mat handa þeim; fyrsta kvöldið var sætkartöflusúpa með heimagerðum súrdeigsbaguettum, á föstudagskvöldið heimagerðar flatbökur, á laugardagskvöldið vorum við með appelsínugljáðar andabringur, á sunnudag Pukgranden Fried kjúkling (bloggið er á leiðinni), á mánudag ofnbökuð þorskhnakkastykki, á þriðjudag ofnbakaðar kjúklingabringur með gorganzolasósu og í gær Spaghetti Carbonara. Við spjölluðum, hlógum, fórum í gönguferðir og lékum okkur. Þetta var frábær helgi! Mamma og Pabbi - takk fyrir okkur!

Annars hefur garðurinn minn átt hug minn allan síðustu vikurnar. Ég ákvað síðastliðið sumar - eftir að kryddjurtaræktunin mín gekk svo vel - að ganga skrefinu lengra. Núna er ég búinn að útbúa sjö fermetra grænmetisgarð - búin að setja niður kartöflur og gulrætur. Svo er ég búinn að smíða nokkur (heldur sjúskuð) ker fyrir jarðaber og kryddjurtir. Síðan er ég með smá ræktun innandyra sem á síðan að flytja út í garð þegar hlýnar.

Kryddjurtir og grænmeti - garðrækt á fullri ferð; verkefni sumarsins


Þetta er nú bara smá yfirferð. Tók samt ekki mynd af grænmetisgarðinum - hann er enn sem komið er bara moldarflag.
IMG_1457

Hérna er verið að rækta upp tvær tegundir af kúrbít. Að sjálfsögðu grænn og síðan gulur. Fátt finnst mér betra en salat með grilluðum kúrbít.

tomatarurfoksu

Þessi mynd er náttla úr fókus - en ég læt hana fylgja. Þetta eru tvær tegundir af tómötum, rauðir og svo gulir kirsuberjatómatar. Í öðru svipuðu gróðurhúsi er ég með tvær tegundir af chilli og svo rauða kirsuberjatómata.

baunir

Hérna eru ítalskar barlotti baunir og svo venjulegar butter baunir að verða til.

IMG_1463

Nokkrar kryddjurtir: Mejoram, sítrónumelissa, grísk bergmynta, venjuleg bergmynta, rósmarín, lárviðarlauf og önnur rósmarínplanta - vinæl í eldhúsið.

IMG_1464

Í þessu keri (sem ég smíðaði sjálfur - eins og sést á klaufalegu handbragðinu) er ég með tvær tegundir af jarðaberjum, Korona og Polka. Síðan er ég með nokkrar tegundir af timian - önnur vinsæl kryddjurt í eldhúsið.

IMG_1465

Hérna er ég svo með lofnargjörð, salvíu, fáfnisgras. Í kassanum sem ekkert virðist vera ennþá í er ég að rækta graslauk, dill og síðan tvær tegundir af steinselju.

Útí grænmetisgarðinum er ég búinn að stinga niður kartöflum, gulrótum. Set um helgina niður radísur og flyt kúrbítinn út.

Sjáum hvernig sjálftþurftarbússkapurinn gengur.

Bon appetit.

Monday 19 April 2010

Einfaldasti forréttur allra tíma? Dísæt safarík hunangsmelóna vafinheimagerðri Prosciutto di Pukgränden

melonaconprosciutto

Hráefnalisti

Hungangsmelóna
Prosciutto skinka
Steinselja
Jómfrúarolía
Salt og pipar

Ég er búinn að vera á leiðinni að skella þessari færslu á netið í nokkrar vikur. Það er ekki svo langt síðan að ég bloggaði um heimagerðu loftþurrkuðu skinkuna mín sem ég og nágrannar mínir, Signý Vala og Jónas, erum búin að vera að dútla við síðan snemma í haust. Ég er búinn að nota hana á brauð, á samlokur; Pain Perdue, í omelettur, á flatbökur en þessi réttur sem ég er að greina frá núna er sennilega þar sem hún hefur best fengið að njóta sín.

Við hjónin vorum með góða gesti í mat þetta kvöld, tengdaforeldrar mínir voru í heimsókn og svo komu vinir okkar frá Danmörku að sækja dóttur sína sem hafði verið í heimsókn hjá okkur í nokkra daga. Hún og Valdís dóttir mín eru miklar vinkonur, og hafa verið það síðan þær hittust fyrst á leikskóla fjögurra ára gamlar. Algerar samlokur þegar þær hittast, hverfa einhvert í leik og dúkka upp í hádegis og kvöldmat. Frábærar alveg hreint!

Ég nefndi það í færslunni að skinkan er í saltaðri kantinum á saltrófinu, en ég er aðeins búinn að vera að smakka aðrar loftþurrkaðar skinkur og þær eru margar hverjar ansi saltar. Kannski er það þess vegna sem þessi samsetning af söltu og dásamlega sætu passar svona vel saman.

Það er varla hægt að tala um uppskrift að þessum forrétt. Kaupa góða hunangsmelónu eða jafnvel cantalope, þó mér finnst hunangsmelónan passa betur - þó ekki sé nema vegna litanna. Ef maður hefur ekki gert sína eigin loftþurrkuðu skinku - prociutto di Pukgränden, þá getur maður auðvitað keypt þunnt skorna parmaskinku eða serrano skinku og vafið utan um niðursneidda melónua. Lagt á disk, smá góð jómfrúarolía, salt og pipar og síðan skreytt með nokkrum steinseljulaufum.

Borið fram með köldu hvítvínstári, í þetta sinn vorum við reyndar með búkollu í ísskápnum, Drostdy Hof Chardonnay Voigner sem mér finnst persónulega vera prýðisgott vín á kassa. Það er ferskt, fremur þykkt á tungu með góðum ávaxtakeim. Ljómandi vín til að eiga á búkollu í ísskápnum. Hagkvæmt og gott!
naermynd

Friday 9 April 2010

The Grilled Cheese Sandwich: PAIN PERDUE, the lost sandwich - this isjust a tribute!

preheat


This happens to be the first time I blog in any other language than my own - the velvety Icelandic language!  And there is a good reason for that which I think is highly ambitious!

There is a little story behind this and it goes something like this; not so long ago I stumbled on the great website, www.cheeseandburger.com, and I learned there a great deal about hamburgers and Wisconsin cheese. I showed the site to a couple of friends and a few weeks later we embarked upon mission to create four great hamburgers and at the same time drink alot of beer. Waddaya know, it was fantastic. I blogged about the venture on my blogsite and posted a comment on the cheese and burger facebook site. It appears they liked it, they awarded me as a member of high standing and sent me a couple of really nice T-shirts. They have now started a site devoted to the grilled cheese sandwich (which I love deeply).

They have promised a T-shirt for those who contribute a recipe and this will be my effort. Actually this is a recipe I stole from my father in law and he stole it from someone else. That is what is so cool about cooking. Nobody owns a recipe - you just get to cook it, and those who love to cook usually share their recipes for others to enjoy.
ontheheat


What is special about this version is that it uses my very own proscuitto which I have been working on since last fall.

The Grilled Cheese Sandwich: PAIN PERDUE, the lost sandwich - this is just a tribute!


heatcloseup


It is not only the name of this sandwich that makes it stand out,  it is also the methodology. And this particular method I learned from my father in law; he even cooked the very sandwiches so elegantly displayed on the photos. The name of the sandwhich means; The lost bread. Maybe because the ham is stuffed, or that the bread is soaked in beaten eggs and is not directly visible after cooking. But the name is just a name - the sandwich is the big deal.
intheheat


First you slice a whole loaf of bread in thick (5-7 cm) slices. Then you take each thick slice and cut into the middle of the slice only a third of the way, then sticking the knife into the opening and creating a pocket. The pocket is first smeared with coarse mustard, even a little mayo. Then stuffed with freshly sliced prosciutto and large amounts of white cheddar cheese (but any melting cheese will do fine). The sandwich is then rolled in beaten seasoned (salt and pepper) eggs and fried in butter/olive oil untill it turns golden brown. It is then moved from the pan to an oven plate and baked in a 180 centigrade warm oven for 15-20 minutes.
coolingslightly


Serve with a dressed salad or just undulge it on its own. It is absolutely wonderful; tasty, savory, juicy and first and foremost packed with delicious cheese!
destenedforthestomach


Bon appetit, I really mean it! BON APPETIT!

Friday 2 April 2010

Charcuterie heldur áfram; Það er komið að því! 10 kíló af Prosciutto diPukgränden!

komidinnmedskinkuna


Jæja. Það hlaut að koma að því að ég myndi taka skinkuna inn úr skúrnum. Ég er búinn að fá margar fyrirspurnir hvernig þetta hefur gengið, hvort að þetta hafi heppnast, hvernig hafi smakkast. Ég get svarað því í dag!. Færslan verður mest í myndum, þar sem litlu er frá að greina með texta, þetta er nú ekki mikil uppskrift! Aðallega bara tími sem fékk að líða. Þessi færsla er framhald af bloggi sem ég var með í nóvember og geta áhugasamir kíkt hingað til að glöggva sig nánar á fyrri hlutanum af kjötvinnsluævintýri mínu. Sjá hérna.

Það verður að segjast að þetta var ákaflega skemmtilegt verkefni. Það er virkilega spennandi að prófa sig áfram með Charcuterie. Þegar maður er að þessu í fyrsta skipti þá gætir ákveðinar hræðslu við máttarvöldin - munu bakteríurnar og sveppirnir taka völdin? Við erum eitthvað svo sótthreinsuð í nútíma vestrænu samfélagi og við læknarnir erum með þráhyggju þegar kemur að svona löguðu. Þannig að maður fer að ímynda sér ýmislegt. Annars held að maður eigi að treysta nefinu í matargerð sem þessari, bókstaflega. Þefa af matnum, maður veit þegar eitthvað lyktar skemmt! Og svo er auðvitað að prófa, smakka smá bita og sjá hvað gerist. Fer þetta illa í mann eða ekki? Þannig lærir maður!

Annars er þetta ekki eina Charcuterie verkefnið sem ég hef dútlað með síðan í sumar; hérna var ég að gera beikon í fyrsta sinn og svo seinna gerði ég ítalskt pancetta, og svo var einnig fjallað um beikongerð mína í öðru tölublaði Matargatið á blaðsíðu 20.

Þá vil ég sérstaklega fá að þakka Inga Steinari Ingasyni fyrir ráðgjöf í tölvupósti og í síma. Ég gerðist svo djarfur í vikunni að hringja í hann og hann reyndist sérstaklega almennilegur og gat auðveldlega svarað spurningum mínum. Eftir samtalið hvarflaði að mér að hann ætti að skrifa bók um Charcuterie  fyrir Íslendinga. Ég myndi kaupa þá bók. Og ég hugsa að fleiri myndu gera það líka. Það eru svo margir matgæðingar þarna úti sem langar til að prófa eitthvað meira!!!

Charcuterie heldur áfram; Það er komið að því! 10 kg af Prosciutto di Pukgränden!
Skinkan er búinn að hanga útí í skúr síðan í byrjun nóvember, Þannig það er að verða komið tæpt hálft ár. Merkilegt, það virkar eitthvað svo stutt síðan! Það var á sunnudagskvöldi í byrjun nóvember að við hengdum lærin upp útí skúr, en þá voru lærin búinn að liggja í salti í rúmar sex vikur. Við erum búinn að vera þrjú saman í þessu nágrannarnir; Ég, Jónas í fimmunni og Signý Vala í sjöunni. Þau eiga ennþá eftir að sækja sínar skinkur útí skúr til mín. En það fer að koma að því að þau taki sínar inn - er ekki vorið að koma?

Ég verð að viðurkenna að ég var pínusmeykur þegar að ég fletti bómullardúknum af grísalærinu. Maður býst oft við því versta og oftast að ástæðulausu.  Skyldi það vera handónýtt, myglað, lifandi? Nei, það var það svo sannarlega ekki.

lyktad

Á móti manni kom lykt af ilmandi hráskinku, fersk kjötlykt. Fyrst var að plokka alla fituna sem ég hafði notað til að fylla í sárið. Kornin sem sjást á myndinni er mulin piparkorn en þau eiga hafa bakteríudrepandi áhrif auk þess sem þau leggja aðeins til lokabragðsins af kjötinu. Salt og Pipar - er eitthvað sem þessi krydd geta ekki?

IMG_1238

Svona leit hún þá út þegar búið var að hreinsa allt frá. Skárum smá flís af jaðrinum og smökkuðum. Ekkert nema gott. Það var á þessum tímapúnkti sem ég hringdi í Inga Steinar. Hvernig átti ég að geyma kjötið? Ég hafði alveg gleymt að hugsa allt dæmið til enda. Svona er það þegar áhuginn ber praktíkina algeru ofurliði. Hann sagði mér að hann léti skinkuna sína bara hanga áfram útí geymslu hjá sér. Hann ætti myrkakompu sem væri alltaf með jöfnum hita. Skúrinn minn átti eftir að hitna í sumar og var því ekki raunhæft að láta hanga þar. Inni? veit ekki? Niðurstaðan varð sú að skera hana niður í hentuga bita, pakkað í lofttæmdar umbúðir. Hluti var settur í ísskápinn og rest geymd í frysti.

skorid

Það var því tekið til við að hluta lærið niður eins og sést á myndinni. Auðvitað var lyktað og smakkað til skiptist. Einstaka bitar sem ekki lyktuðu skemmtilega voru skornir frá - aföllin voru ekki mikil. Kannski tíu prósent.

smautsyni

Svona leit skinkan út. Fallega rauðbleik - þökk sé nítrítsaltinu sem notað var á kjötið.

komidpakka

Ég varð að drífa mig útí raftækjaverslun og fjárfesta í lofttæmingargræju. Kostaði ekki svo mikið og mig grunar að hún eigi eftir að koma að góðum notum. Ég er ekkert að fara að gefast upp á kjötvinnslunni. Charcuterie að eilífu!

Prosciuttodipukgranden

Hérna er svo búið að sneiða hráskinkuna næfurþunnt niður á disk - svo þunnt að maður sér næstum í gegnum sneiðarnar. Og hún er góð. Kannski aðeins pínupons of sölt, helgast kannski af því að ég tók beinið úr kjötinu og því komst salt að miklum hluta kjötsins. Á næsta ári læt ég beinið vera. Hvað á ég nú að gera við 10 kíló af hráskinku. Það verður skemmtilegt að komast að því.

Bon appetit