Wednesday 25 August 2010

Frakklandsferð: Steiktur kjúklingur með kantarellum og Chablis hvítvíní dásemdar Chablis

IMG_2667


Eftir tvo ljúfa daga í smábænum Epernay í hjarta Champagne héraðsins lá leiðin suður eftir sveitavegum í áttina til Búrgúndarhéraðs. Búrgúnd var fyrr á tímum sjálfstætt ríki í Evrópu áður en að það varð hluti af Frakklandi. Héraðið er auðugt, öflugur landbúnaður, nautagriparækt og svo auðvitað búrgúndarvín. Og ekki vín af lakari kantinum. Þekktast á alþjóðavísu er kannski Chablis í norðvesturhluta héraðsins og síðan hefðbundin búrgúndarrauðvín suður af Dijon í átt að bænum Beaune.
IMG_2686


Fyrsta stoppið á leiðinni var Chablis, sem er smábær - þar búa einungis 2700 íbúar sem á einhvern hátt tengjast víniðnaðnum sem umlykur bæinn. Þurrt hvítvín hefur verið aðalmálið í Chablis í aldaraðir. Undir lok nítjándu aldar var vínviður á yfir hundrað þúsund ekrum og var Chablis hvítvín flutt útum gjörvalla Evrópu og miklu víðar. Sveppasýking í vínvið sem tröllreið Evrópu 1893 lagði Chablis nánast í rúst og féll framleiðsla niður í kringum 500 ekrur á nokkrum áratugum. Vínræktin í héraðinu tók ekki við sér fyrr en um miðja tuttugustu öldina. Uppbygging hefur síðan verið upp á við en er langt frá því að vera í nánd við það sem var fyrir 120 árum síðan. Þessi litli bær ersérstaklega fallegur. Maður upplifir að keyra aftur í tímann. Við lögðum bílnum í bæjarkantinum og gengum um bæinn og keyptum í matinn. Kjúklingabringur og kjúklingaleggi hjá slátrarnum, kantarellur og creme frais frá fallegri grænmetis og ostabúð, Chablisvín frá einum vínræktenda og svo héldum við út í sveitina.
IMG_2673


Fengum að leggja bílnum á vínekru Jean Marc Brocard sem var 5 km fyrir utan bæinn. Þar gátum við lagt hliðina á gömlum kirkjugarði sem lá upp að yfirgefinni kirkju. Útsýnið var stórkostlegt, horfðum framhjá kirkjunni yfir vínekrurnar - hvílík stemming. Tókum fram grillið og gashelluna. Lékum okkur með útidótið með krökkunum og þegar það fór að halla að kvöldi hófst ég til handa við kvöldverðinn. Yann Tiersen lék undir - hljómskífan úr kvikmyndinni Amelie hefur sjaldan verið eins viðeigandi.

Steiktur kjúklingur með kantarellum og grilluðu camenbertgratíni

kantarellur
Fyrst var að skera niður sveppina - 300 gr af nýjum ilmandi kantarellusveppum -  ásamt einum gulum lauk og nokkrum rifjum af rósahvítlauk. Steikt í smá smjöri/olíu þangað til að mjúkt og karmelliserað. Saltað og piprað. Sett í skál. Kjúklingurinn er saltaður og pipraður og steiktur á sömu pönnu og sveppirnir þangað til hann hefur brúnast létt að utan. Glasi af Chablis hvítvíni var þá bætt á pönnunni - áfengið soðið út og leyft að sjóða niður um þriðjung. Þá er sveppnum/lauknum bætt aftur á pönnuna ásamt 300 ml af creme frais, tveimur matskeiðum af Dijon sinnepi ásamt meira salti og pipar.


kjúklingur


Með matnum gerði ég einnig kartöflugratín. Niðursneiddar og flysjaðar kartöflur voru lagðar í álpappír semhafði verið smurður með smá jómfrúarolíu. Setti á milli nokkrar sneiðar afcamenbert osti, kannski 50-60 ml af rjóma, hvítvínsskvettu, smá mjólk, salt og pipar. Álpappírnum vafið utan um - með smá gati á toppnum til að hleypa loftiúr (þannig sýður vökvinn niður og þykknar). Ætli gratínið hafi ekki fengið 5-6 kortér á grillinu. Það var mikið spjallað undir Chablis himninum og því tók eldamennskan aðeins lengri tíma. Að vera lengi að elda hefur líka aldrei drepið neinn!

namminamm


Að sjálfsögðu fengum við síðan kalt og þurrt ávaxtaríkt Chablis frá nærliggjandi vínekru - Jean Marc Brochard Petit Chablis frá 2009. Þvílíkt og annað eins. Stemmingin var meiriháttar.

Bon appetit!

Tuesday 3 August 2010

Heilgrilluð nautalund með ferskri estragontómatsósu, grilluðum kúrbítog salatigrilludnautalund.jpg

Við höfum alla tíð verið ákaflega hrifin af því að steikja nautasteik og gera bernaise sósu ... fjandinn, hver kann ekki að meta svoleiðis gæði. En svona gæði koma með verðmiða – þungum verðmiða – nefnilega smjöri. Og stundum ... bara stundum, vill maður aðeins minnka það magn af smjöri sem maður lætur í sinn kropp. Hver og einn getur hæglega fundið sínar ástæður og alger óþarfi að tíunda það nánar hér.

Jón Þorkell vinur minn, kollegi og nágranni, hefur fengið margar góðar hugmyndir úr bók einni sem hann hefur undir höndum og heitir Sunday Lunch eftir Gordon Ramsey. Bókin er alveg ljómandi góð og eins og titillinn gefur til kynna er í henni að finna heilmargar uppskriftir sem passa vel til að hafa á sunnudagskvöldum (eða bara á laugardagskvöldum!). Og þarna kennir ýmissa grasa og meðal annars innblásturinn af þessari estragon tómatsósu, sem á að leysa hina hefðbundnu bernaissósu af hólmi – alltént tímabundið.

Mamma mín var í heimsókn þegar ég gerði þennan rétt. Veðrið var frábært, glampandi sól og rúmlega þrjátíu stiga hiti. Tók þessa mynd af þeim langmæðgum sem mér þykir ansi góð. Það er ekki að sjá á henni móður minni að hún hafi orðið sextug á árinu. Mér finnst sterkur svipur með þeim!

img_2146.jpg

Heilgrilluð nautalund með ferskri estragontómatsósu, grilluðum kúrbít og salati

Nautalundin er snyrt til, sinar og óæskileg fita er skorin frá. Hún er pensluð með olíu og síðan söltuð og pipruð. Lögð til hliðar á meðan grillið hitnar. Grilluð eftir kúnstarinnar reglum. Elduð þar til þykkasti hluti steikarinnar er orðin medium rare - þá er grennri hluti hennar orðin vel eldaður (sumir kjósa jú svoleiðis). Eftir grillun er mikilvægt að láta kjötið hvíla í 10 mínútur til að vökvinn dreifist aftur eðlilega um kjötið þannig að það leki ekki útum allt þegar það er skorið.

nautalund.jpg

Tómatsósan er fremur einföld. Fyrst er að skera 6-8 rauða tómata í helminga og hreinsa innvolsið úr og henda. Þá er restin af tómötunum skorin niður heldur smátt. Sett í skál. Þá er rauðlaukur, 2 smáir skarlottulaukar, 2-3 hvítlauksrif skorin smátt og sett í skálina með tómötunum. 4 msk af góðri tómatsósu er bætt saman við, safi úr heilli sítrónu, 2-3 tsk af Worchestershire sósu (prófaðu að segja það hratt), 2-3 tsk af grófu sinnepi (djion/skánskt), nokkrar hristur af Tabascó sósu,  saltað og piprað eftir smekk, handfylli af niðurskorinni ferskri steinselju og góð handfylli af fersku estragoni. Blandað vel saman og látið standa í ísskáp í rúma klukkustund.

estragontomatsosa-2.jpg

Með matnum vorum við með kartöflugratín. Kartöflurnar voru skornar í sneiðar, settar í eldfast mót, peli af matreiðslurjóma, velt til, smávegis af rjómaosti, saltað og piprað. Fersku rósmaríni bætt saman við og síðan hellt yfir í ofnskúffu, rifnum osti sáldrað yfir og bakað þangað til gullinbrúnt og fallegt. Grilluðum einnig nokkrar sneiðar af kúrbít og skárum niður nokkrar nýjar radísur til að skreyta bakkann.

matur-2.jpg

Með matnum drukkum við ansi gott rauðvín, Senorio de los Llanos frá Valdepenas á Spáni. Þetta er Grand reserva vín frá því 2003. Þetta er nokkuð vinsælt vín hérna í Svíþjóð - alltént er það alltaf á hillunum í Systembolaget (ríki þeirra Svía). Úrvalið hérna er talsvert síðra en maður á að venjast hjá ÁTVR en á móti er verðið skaplegra. Þetta vín er eins og sagði prýðisgott - fremur dökkt á lit. Heldur þurrt vín, smá eikarkeimur og dökk létt vínber. Lítið vandamál að renna þessu víni niður. Nautakjötið hefði að sjálfsögðu þolað þyngra vín en á svona blíðviðrisdegi passaði þetta vín fullkomlega.

img_2156.jpg