Tíminn líður hratt og helgin nálgast óðfluga. Sjálfur er ég ferlega spenntur og hlakka til að kynna bókina fyrir öllum. Og það er allt að verða tilbúið! Það er búið að panta lambið - sem hangir á góðum stað - grillnuddið komið, mætir hjálparkokkar bókaðir, meðlætið er ákveðið og það er búið panta drykkjarföng, allt nema pakka ofan í tösku. Bjarga því annað kvöld!
-
Útgáfu-grillveisla
Útgáfu-grillveisla
Laugardaginn 30. apríl
Klukkan 17:00
Eymundsson - Skólavörðustíg
Allir eru velkomnir!
mbk,
Læknirinn í Eldhúsinu
-
mbk,
Læknirinn í Eldhúsinu
-
Heilgrillað lambalæri - herbes de Provance
Að heilgrilla skepnu, hvort sem það er lamb eða grís hlýtur að vera ein besta leiðin til að matreiða fyrir heilan her svangra karla og kvenna. Og það er einfaldara en margan grunar þó að það krefjist vissulega nokkurrar vinnu og viðveru.
Fyrst þarf að grafa holu fyrir eldiviðin eða kolin. Svo er reist einhvers slags grind eða hölda til að bera uppi dýrið. Næst þarf að festa það á spjót svo að það liggi alveg skorðað. Spjót er hægt að kaupa tilbúin á netinu, eða gera það sjálfur með leiðbeiningum sem hægt er að finna á sama stað. Góður blikksmiður getur vitaskuld bjargað málum.
Fyrir þá sem eru að grilla skeppnu í heilu lagi í fyrsta skipti þá er lamb kjörið viðfangsefni – þar sem það þolir vel að vera borið fram bæði „rare“ og upp í „ well done“.
Hér er lambið kryddað með kryddblöndu sem kennd er við Provance í Suður Frakklandi – herbes de Provance - og er blanda af af savory, marjoram, rósmarín, timjan, og óregano.
Þessa uppskrift eldaði ég í ágústbyrjun í fyrra í tilefni þrítugsafmælis góðrar vinkonu okkar hjóna, Sofie Jeppsson. Hún hafði boðið vinum og vandamönnum í afmælisveislu í garðinum sínum og veðrið lék við okkur. Ég mætti sex klukkustundum fyrr í veisluna til að undirbúa lambið og koma því á eldinn.
1 lamb
500 ml jómfrúarolía
safi úr 5 sítrónum
2 bollar franskt grillnudd (herbes de Provance)
Salt & pipar
Skolið og þerrið lambið rækilega og festið á spjótið svo það sé vel skorðað.
Charlie, maðurinn hennar Sofie, útbjó þetta eldstæði í garðinum af miklum myndarbrag.
Útbúið kryddolíu með því að hella því sem eftir er af jómfrúarolíunni í skál og blandið saman við það afgangingum af franska grillnuddinu, ásamt sítrónusafanum.
Setjið lambið yfir grillið, og penslið það reglulega með kryddolíunni á meðan það eldast.
Eldið þangað til að kjarnhiti hefur náð 55-60 gráðum (eftir smekk).
Og þá er ekkert eftir en að sneiða niður herlegheitin fyrir gestina.
Fullkomlega eldað!
Dásamlega stökk húð sem var alveg einstaklega ljúffeng á bragðið.
Á laugardaginn næstkomandi ætlum við að bera fram lamb með Norður Afrísku hætti með dásamlega ljúffengu grillnuddi, hummus, chilitómatsósu, grænmeti og svo skola þessum dásemdum niður með íssköldum Bola.
Hlakka til að sjá sem flesta til að fagna með mér!
Grillveislan hefst klukkan 17 - Eymundsson Skólavörðustíg.
Allir velkomnir.