Sunday 9 July 2017

Pönnsuklám; beikon og ostapönnukaka með steiktu eggi, fínt skorinni púrru og steiktum tómat


Þetta er bara örfærsla.

Við fórum í tvöfalt fertugsafmæli í gær hjá vinum okkar, Steinunni Þórðardóttur og Árna Grími Sigurðssyni. Þar var bæði fjölmennt og góðmennt. Þetta var sérstaklega vel heppnað gilli enda eru þau hjónin stórskemmtileg! Við vorum saman í læknadeildinni og útskrifuðumst sumarið 2004 - síðan eru liðin þrettán ár. Og þarna voru samankomnir margir góðir vinir úr deildinni - mikið var gaman að sjá þessa gömlu vini aftur. Og eins og í veislum á árum áður þá var skálað og dansað.

Og það hefur, jú, sínar afleiðingar daginn eftir. Það er eðlilegt að verða örlítið framlágur eftir slíka veislu.

En þessi uppskrift réttir mann, sko, við ... ég lofa, í þessum skrifuðu orðum hafa syndir gærkvöldsins horfið út í heiðbláan sumarhimininn.

Pönnsuklám; beikon og ostapönnukaka með steiktu eggi, fínt skorinni púrru og steiktum tómat

Og, já, þetta er líklega ekki hollt - en með illu skal illt út reka!

2 bollar hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
2 egg
3 dl mjólk
3 epli
2-3 msk smjör til steikingar
2-3 msk smjör til steikingar
beikon (ad libidum - háð líkamlegri líðan) 
nokkrar handfyllir af cheddarosti
fullt af eggjum


Hveiti í skál, svo salt, lyftiduft og matarsódi. 


Fáið þessa yndislegu morgunhressu prinsipissu til að hræra! Hún er í stuði!


Skiljið hvíturnar frá eggjarauðunum og þeytið með písk þangað til þær eru hálfstífþeyttar.


Hrærið deigið saman og blandið svo eggjahvítunum saman við - varlega, með sleif eða sleikju - við viljum ekki slá loftið úr þeim.


Hitið grillið - í dag er kjörinn dagur til að elda utanhúss.


Veljið álegg. Það er metið eftir frammistöðu gærkvöldsins. Í mína pönnsu fóru tvær sneiðar af beikoni, allur þessi ostur, og svo smá púrra - maður verður alltaf að hafa grænmeti með!


Steikið beikon.


Já, og tómat, hann ku vera fullur af andoxunarefnum - og þeirra er þörf í dag!


Bræðið smjör.


Byrjið að steikja pönnukökuna.


Saxið beikon.


Og dreifið því svo á pönnsuna.


Svo rifinn ost. Nóg af rifnum osti.


Steikið egg, sunnyside up!


Snúið pönnukökunni til að steikja ostinn.


OMG!


Hvílík fegurð sem í frelsaranum felst!


Þið hljótið að sjá að þetta hafi verið ótrúlega gott! 


 Nú er maður, sko, til í tuskið! 

Bon appetit!


No comments:

Post a Comment