Tuesday 19 December 2006

Frábæru Muffinskökurnar hennar Imbu

Dóttir mín á afmæli á morgun og verður 6 ára. Hún hlakkar mikið til og er búinn að vera skipuleggja afmælisdaginn sinn síðan í seinustu viku. Hún er búinn að bjóða stelpunum í bekknum sínum í heimsókn eftir skóla. Boðið verður upp á súkkulaðikökustelpu (uppskriftin er kominn á vefinn) sem amma Lilja ætlar að hjálpa henni að skreyta, Ricekrispies kökur og þessar bragðgóðu muffinskökur ásamt einhverju fleiru.

Þessa uppskrift fékk ég hjá bekkjarsystur minni og kollega henni Ingibjörgu Hilmarsdóttur lækni. Ég man ekki alveg við hvaða tækifæri ég fékk að smakka þær hjá henni en þetta voru alltént einar af bestu muffinskökum sem ég hef bragðað. Auðvitað bað ég hana um uppskriftina og hefur gert hana nokkrum sinnum. Ég hef lítið breytt út frá því sem hún lét mig fá - en allar uppskriftir taka einhverjum breytingum eftir dyntum kokksins.

Fyrst er þurrefnum blandað saman; 3 bollar af hveiti, 2 1/3 bolli af sykri, 1/2 tsk matarsódi, 1 tsk lyftidufti, 120 gr af söxuðu suðusúkkulaði. Hrært vel saman. Svo er 3 eggjum, 200 gr af smjöri, 1 tsk vanilludropar, 1 dós af karmellujógúrt sett úti og deigið er hrært saman. Sett í muffinsmót.

Ofn er hitaður í 200 gráður og kökurnar svo bakaðar í 15-20 mínútur þar til þær eru gullnar og fallegar.
Það er voðalega gott að setja smávegissúkkulaðikrem á kökurnar - en þær eru líka bara góðar eins og þær eru!

No comments:

Post a Comment