Friday 2 February 2007

Nautasteik á nýjan máta með salsasósu

steik með salsa 2 Núna er verið að reyna að koma sér í gírinn fyrir 31 ára afmælið. Afmá þarf syndirnar. Þegar við hjónin höfum viljað gera vel við okkur er alltaf steik með bernaise en núna var aðeins breytt útaf.

Nautasteik á nýjan máta með salsasósu.

Nautasteikin var að þessu sinni 800 gr af framparti í tveimur sneiðum. 4 msk jómfrúarolíu hellt yfir, 6 maukuðum hvítlauksrifjum, 5 greinar af söxuðum timian, 2 sneiðar söxuðum rósmarín, saltað og piprað. Látið standa í 60 mínútur. Steikt á heitri pönnu í 3 mínútur á hvorri hlið þar til miðju hiti er um 63 gráður. Sett í 100 gráðu heitan ofn í 10 mínútur að jafna sig.

Átta kartöflur, ein flysjuð niðurskorinn sæt kartafla var forsoðinn í 10 mínútur. Kartöflurnar voru skornar í báta og sett í eldfast mót. 250 gr af sveppum voru skornir í fernt og sett með. Vætt með olívuolíu, úrfræjaður chillipipar niðurskorinn sem og 20 niðurskorin salvíulauf dreift saman við. Saltað og piprað. Bakað í 20 mínútur í 200 gráðu heitum ofni.

Sósan með steikinni var með einfaldasta móti og ákveðið að hafa þetta kalda og holla sósu. Einn avocado, 3 plómutómatar, 2 litlir rauðlaukar, 5 hvítlauksrif, 1/2 búnt steinselja er söxuð niður með töfrasprota. Hellt í skál og hrært saman með 3 msk jómfrúarolíu, salti og pipar. Þá er sósan tilbúinn með steikinni.

Salatið var matreitt á þann hátt að klettasalat er lagt á disk. Fersku rauðu basil var rifið yfir. Radísur er skornar í sneiðar og þeim svo raðað á salatið. Því næst er kastalaostur skorinn í sneiðar og hann einnig raðaður yfir salatið. Svo er kúrbítur skorinn í sneiðar á lengdina, panna er hituð, kúrbíturinn er pennslaður með olíu salti og pipar og steiktur á heitri grillpönnu. Tekinn af pönnunni og látinn kólna, því næst skorinn í sneiðar og honum raðað á salatið.

Borið fram með Alejandro Fernadez Dehesa  La Granja 2001 - frábært vín með vel heppnuðum mat.


No comments:

Post a Comment