Tuesday 6 February 2007

Eldað út úr fátkæklegum ískáp - Tagliatelle somethingorother-ara

Þriðjudagskvöld - mikið á hlaupum í dag. Tveir fundir í dag eftir vinnu og því lítill tími að undirbúa - hvað þá elda mat. Gleymdi að taka út úr frystinum í gær og því var ákveðið að improvisera út úr ískápnum.

Það má segja að Spaghetti Carbonara hafi verið lagt til grundvallar að því leiti að gerð var eggjasósa - en í staðinn fyrir beikon (sem ég átti mjög lítið af) var sett sitt lítið af hverju. Resúltatið var alveg ágæt - en ekki þannig spes að ég kem til með að gera þetta aftur - orginallinn er náttla alltaf bestur.

4 hvítlauksrif, 1 lítill smátt skorinn laukur eru hituð í olíu á pönnu, smávegis (50 gr) af niðurskornu beikoni, 1 púrrulaukur, 150 gr af kastaníusveppum eru svo steikt á pönnunni. Í lokin er handfylli af furuhnetum sett útí. Saltað aðeins og piprað.

4 egg, 50 gr af rifnum parmesanosti, salti, pipar er hrært saman. Pastað, í þetta sinn Tagliatelle, soðið skv leiðbeiningum - al dente. Þegar pastað er soðið er vatninu hellt af og pastað sett svo aftur í pottinn og gumsinu af pönnunni og eggjablöndunni hellt yfir pastað, hrært vel saman. Þetta er látið standa í 2 mín í lokuðum potti. Fann nokkur fjólublá basillauf inní ískáp sem var hrært saman í lokin, ásamt smá steinselju.

Borið fram með smá salati og brauði. Þetta var alltílagi svona vikudagsmatur. Tók ekki nema 15 mínútur að undirbúa - eiginlega bara þann tíma sem pastað var eldað.


No comments:

Post a Comment