Saturday 20 January 2007

Úr súpu í góða kjötsósu

Á fimmtudaginn var talsvert eftir af súpunni frá því kvöldið áður. Súpur eins og þessar verða bara betri á því að bíða yfir nóttina. Við vorum samt ekki alveg í stuði til að endurtaka leikinn alveg frá því kvöldinu áður heldur ákváðum við að söðla aðeins um en nota súpuna góðu sem grunn í kjötsósu.

Súpukjötsósa.

500 gr af hakki var steikt úr heitri ólívu olíu og smá hvítlauk. Á meðan var súpan hituð. Þegar hakkið var steikt var hakkið sett útí sem og 1 dós af tómatpaste og smá tómatsósu til að sæta núna kjötsósuna. Þetta þurfti að sjóða aðeins niður til að fá góða þykkt á þetta. Á meðan var pasta soðið skv leiðbeiningum þar til að það var al dente - sem þýðir að pastað er ennþá smá seigt í miðjunni - "has a little bite to it". Þegar pastað er tilbúið er vatninu hellt frá og þess stað smávegis af sósunni hellt yfir og hrært vel í. Þannig dregur pastað í sig sósuna og verður þeimmun betra á bragðið.

Borið fram með brauði, fersku salati með tómötum, mozzarellaosti og balsamico, og auðvitað smá parmesanosti. Heppnaðist afar vel.

No comments:

Post a Comment