Thursday 25 January 2007

OMG - Enn og aftur redding

Þetta er búinn að vera nokkuð stressandi dagur. Í gærkvöldi leit hann bara vel út...en klukkan 1130 sprakk á dekki á bílnum mínum og það var erfiðara en andskotinn að losa það af. Þetta setti daginn hálftíma á eftir áætlun - sem ég náði síðan aldrei að leiðrétta fyrr en núna - um það leiti sem maður er að fara í ró.

Það skýrir líka kannski eldamennskuna - öllu má nú nafn gefa - því þetta var engin eldamennska - hráefnum var bara raðað saman í skál. Smá salat útbúið...vesgú. Þegar maður er í tímahraki og allir eru farnir að öskra úr svengd - þá eru bara stundum góð ráð dýr - og ódýr ráð bara nokkuð bragðgóð.

Maður á eiginlega að skammast sín fyrir að láta svona flakka á netinu. Enn ef maður á að reyna að halda nokkuð raunsanna dagbók af eldhúsinu þá þarf líka þetta slappa að fá að fljóta. Ég held að ég hafi látið svipaða uppskrift á netið um daginn.

1 kjúklingur - tilbúinn úr búð - var hreinsaður af beinunum. 1 piparostur var hitaður í örbylgju (ég þoli ekki að nota örbylgju í matargerð - finnst það einhver lágkúra - en hvað um það). Blandað saman við kjúklinginn.

Ferskt basil, ca 15 lauk, skorið julienne (varð að skjóta einhverju flottu inn í þessa lágkúru) og timian tekið af 2 greinum. Saltað aðeins og piprað. Smávegis af soðinu af kjúklingum var látið með til að bleyta í blöndunni. 300 gr af pasta var soðið skv. leiðbeiningum og þegar það var tilbúið var því blandað útí í blönduna.

Borið fram með sveitabaguette, og smávegis salati. Sonur minn sem er 18 mánaða var himinlifandi - hann lítur aðallega bara við mjólkurvörum - enda þekktur sem drengurinn sem borðaði bara skyr!


No comments:

Post a Comment