Tuesday 2 October 2007

Pasta Casanova, hvítlauksbrauð og salat með marineruðum rauðlauk

Pasta Casanova - hver lætur svona vitleysu fara frá sér? Þetta er allavega nafnið sem ég ætla að gefa þessum rétt. Ég prófaði að googla nafnið á réttinum og ég sé ekki betur að en að það hafi ekki verið notað áður. Sá einn canneloni casanova - sem í raun er pastaréttur, hvað um það. Mikið af veitingastöðum heitir eftir þessum manni.

Af hverju ætti þessi réttur að heita eftir þessum manni sem bæði var fjárglæframaður, kvennabósi og tókst að láta reka sig út úr fjölda borga vegna hegðunnar sinnar....ég veit það í raun ekki - það hljómar bara vel - kannski vegna þess að þessi réttur var svo góður að það myndi gefa manni lukku í félagslífinu.

Hugmyndin er byggð á rétt sem kollegi minn, Helga Margrét Skúladóttir, sagði mér frá. Hún hafði fengið uppskrift frá einhverjum öðrum - en hafði breytt henni mikið. Hún á því talsvert mikið í þessum rétt þó svo að ég hafi beygt aðeins út af...en það er lágmarkssanngirni að geta heimilda.

Þessi réttur sækir líka dáldið í sjávarréttapasta sem ég hef áður gert og einnig Spaghetti Aribbiata sem er sterkur og góður pastaréttur - á eftir að skella honum á netið. Vanir pastaunnendur kannast flestir við pasta aribbiata - sem er tómatpastasósa með ansi miklu fersku eða þurrkuðu chilli.

Pasta Casanova, hvítlauksbrauð og salat með marineruðum rauðlauk pasta casanova

Fyrst er einn chillipipar skorinn niður - fræin tekin frá (nema maður vilji hafa þetta mjög spicy) og steikt í jómfrúarolíu/smjör blöndu á heitri pönnu (fyrir þá sem eru hræddir við of mikið chilli þá má fjarlægja þá af pönnunni eftir að hafa steikt þá um stund - þeir munu þá hafa skilið eftir bragðið sitt en hitinn af honum fjarlægður). Þá er fjórum smátt skornum hvítlauksrifjum og einum smátt skornum rauðlauk bætt saman við. Því næst er heilli öskju af niðurskornum (í fernt) bætt saman við og steikt þar til mýkist og tómatarnir fara að leysast aðeins upp. Þá er 1-2 glösum af góðu hvítvíni bætt á pönnuna ásamt safa úr einni sítrónu og leyft að sjóða aðeins niður. Svo er 2 msk af rjómaosti bætt saman við og leyft að blandast við. Þá er hálfu búnti af ferskri steinselju bætt saman við. Saltað og piprað. Þegar um fimm mínútur er eftir af eldunartímanum er 4-6 stórum (eða fleirum) humarhölum (hreinsuðum) bætt útí og svo nokkru síðar handfylli af góðum rækjum.

salat Borið fram með góðu spaghetti - sérstaklega Rustichella pastað í brúnu pökkunum - það er aðeins dýrara en hverri krónu virði. Það er soðið þar til al dente og svo vatninu hellt frá og blandað saman við sósuna.

Með matnum var salat; grænlauf, nokkrir niðurskornir tómatar. Ég hafði skorið heilan lítin rauðlauk í skífur og lagt í balsamic edik og smá salt og pipar - og laukurinn varð eiginlega dísætur og knassandi þegar bitið var í hann. Svo var rauðlauknum dreift yfir tómatana og síðan var f hvítlauksbrauð etaosti dreift yfir.

Ég gerði einnig hvítlauksbrauð - það var nú einfalt. Baguette var opnað eftir lengdinni og smurt með smá hvítlauksolíu og svo var Mozzarella ostur lagður í sárið. Bakað í 15 mínútur í 180 gráðu heitum ofni. Maturinn heppnaðist með eindæmum vel.


No comments:

Post a Comment