Monday 23 May 2016

Myndband: Langelduð grísa- og nautarif með óbeinni aðferð - kolasnák og reykingu

Okei, þetta er smá tilraun! Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er klaufalegt upphaf - en ef maður gerir ekki tilraunir þá lærir maður ekki neitt. Ég prófaði að taka upp grillmennskuna á laugardaginn - þegar ég var að langelda grísa- og nautarif, með iphone 6 í einni hendi og grilltól í hinni. Árangurinn er eftir því - en ég er búinn að panta statíf fyrir tökuvél.

Ég hef fengið nokkrar spurningar um óbeina eldun vs. beina eldun þegar verið er að grilla. Best er að byrja á því að skýra hvað bein eldun er - en þá er maður beint yfir hitanum. Við óbeina eldun þá er hitagjafinn ekki beint undir kjötinu, heldur til hliðar. Í þessari uppskrift er svo kynntur til leiks kolasnákurinn sem tryggir langa og hæga eldun á kolagrilli, allt að 12 tíma ef vönduð kol eru notuð.


Uppskrift af grillnuddi og grillsósu er að finna í nýjustu bókinni minni - Læknirinn í Eldhúsinu - Grillveislan.


Að grilla er að njóta!

No comments:

Post a Comment