Sunday 29 March 2009

Spennandi innbakað spaghetti með skelfiski (alla frutta di mare), heimagert baguette og ljúffengt hvítvín

hráefnið Þetta er framhald af síðustu færslu. Ekkert að því að því að kljúfa þetta niður. Sérstaklega eftir svona matarboð og maður er búinn að verja góðum tíma í að skipuleggja þetta. Aðalrétturinn átti að vera áhugavert framhald af forréttinum og mig langaði til að hafa þetta á sömu nótunum. Mig langaði mikið til þess að elda meira sjávarfang. Ég var búinn að vera að hugsa um að gera eitthvað á þessum nótum lengi. Svo er líka í raun sáraeinföld eldamennska - bara að leyfa góðu hráefni að njóta sín. Og reyna að bera það fallega fram.

matreiðslubók Ég sá þessa uppskrift fyrst í einni af mínum fyrstu matreiðslubókum. Hana eignaðist ég eftir að hafa setið hjá Rakel og Zúnka vinum okkar í matarboði þegar þau bjuggu á Háteigsveginum - ætli það sé ekki fyrir rúmum tíu árum síðan. Þetta var nokkuð áður en ég var byrjaður að elda að einhverju ráði. Mér fannst þessi bók frábær. Sérstaklega að því leyti hvað hún var aðgengileg. Fyrst umfjöllun um hráefni, síðan voru uppskriftir settar þannig upp að auðvelt er að fylgja henni eftir. Ég set mynd úr bókinni hérna á síðuna mína til kynningar. Það gæti hreinlega verið að þessi bók hafi sett þetta allt af stað. Nokkru síðar fann ég bók eftir Jamie Oliver - The Naked Chef - þá fór ég á fullt. Ítölsk matargerð hefur í gegnum árin átt hug minn allan. Ég fór að sanka að mér fleiri góðum bókum. The Silver Spoon sem er ein frægasta bók ítalskrar matargerðar - mér skilst að hún opin sé núna komin út á íslensku. Það hefur ekki verið neitt smá verk að þýða - enda inniheldur bókin meira en tvöþúsund uppskriftir. Kosturinn við hana er sá að hún er byggð þannig upp að efninu er raðað upp eftir hráefnum. Ef maður er með aspas í hendinni þá flettir maður bara upp á aspas - og þá bíða manns uppskriftir í röðum. Mín uppáhalds ítalska matreiðslubók er þó eftir Giorgio Locatelli og heitir Made In Italy Food & Stories. Sú bók finnst mér vera alveg meiriháttar. Þar blandar höfundur saman sögum af matargerð bæði sagnfræðilegum og svo sjálfsævisögum - hvernig hinn og þessi réttur varð til, og hvernig hann hefur breyst eða fengið að haldast óbreyttur í meðförum kokksins. Frábær lesning. Næstum skyldueign fyrir áhugasama um ítalska matargerð. 

Ætli þetta sé ekki í annað sinn að ég reyni við þennan rétt. Síðast þegar ég gerði hann bjuggum við í Eskihlíðinni. Ætli ég hafi ekki verið Unni og Bjössa í mat. Ég man að mér fannst sósan sem ég gerði aðeins of sæt og jafnvel aðeins of þykk og að ég bakaði böggulinn aðeins of lengi. Mamma hefur áður gert uppskrift í líkingu við þessa sjá hér - heppnaðist virkilega vel hjá mömmu og því hafði ég ferska minningu af þessum rétti þegar ég lagði í að gera þennan.

Sjávarfangið keypti ég í City Cross - því miður frosið þar sem ferskur kræklingur var uppseldur en hann hafði verið auglýstur daginn áður. Var of seinn. Smáhumrana - kryftor - keypti ég einnig frosna en þeir munu hafa verið aldir í keri einhversstaðar í Svíþjóð - þótt hann sæki uppruna sinn til Austurlanda fjær. Rækjurnar voru í skelinni og munu hafa komið frá Noregi - Í flestum verslunum er hægt að kaupa frosnar rækjur í skelinni í lausu og á fremur hagkvæmu verði.

Spennandi innbakað spaghetti með sjávarfangi (alla frutta di mare), heimagert baguette og ljúffengt hvítvín

OMG

Ég bjó samt til tómatsósuna sem fór á spaghettiið nokkrum klukkustundum á undan og leyfði henni að sjóða vel niður - líklega um rúman helming - þannig verður hún þykk og kraftmikil. Fyrst var að gera sósuna. Fyrst skar ég niður smátt tvo skarlottulauka og fimm hvítlauksrif og steikti í blöndu af smjöri og olíu í nokkrar mínútur. Mikilvægt er að salta og pipra til að ná fram safanum úr laukunum. Næst 1-2 glös af hvítvíni og leyfði suðunni að koma upp.  Því næst setti ég tvær dósir af niðursoðnum tómötum og 800 ml fiskisoði. Saltað og piprað á nýjan leik. Þessu var svo leyft að sjóða af nokkrum krafti með lokið á. Bragðað til - saltað, piprað og smá sykur til að vinna á móti tómötunum. Lokið tekið af og leyft að sjóða á lágum hita í nokkrar klukkustundir þar til það hafði helmingast í rúmmáli.

takk_fyrir_matinn.jpg

heimagerðar baguettur Með matnum bar ég fram heimagert baguette - eiginlega alveg eins og ég var með í færslu hér fyrir skemmstu. Sett textann aftur hingað inn. Svona smá Copy/paste aðgerð. Gerði þetta eftir uppskrift sem ég hef oft sett hérna á netið. Pakki af geri er vakin í 250 ml ylvolgu vatni með 2 msk af strásykri. 600-700 ml hveiti sett í skál, smávegis af salti og 2-3 msk jómfrúarolía. Þessu svo blandað saman og hnoðað í nokkrar mínútur. Leyft að hefast í klukkustund, þá er það lamið niður og klipið úr því og mótað í falleg baguette og leyft að hefast að nýju. Penslað með eggjablöndu (eitt egg, skvetta af vatni - hrært saman). Skorið í brauðið til að gefa því fallega áferð þegar það bakast.

salati.jpg Einnig var ég með einfalt salat borið fram á flötum disk. Græn blönduð lauf, smátt skorin rauðlaukur, avakadó, vínber og feta ostur.

Með aðalréttinum drukkum við Fleur du Cap Chardonnay 2008, vín frá Suður Afríku. Þetta er bragðgott og frískandi hvítvín. Tónar af vanillu, ferskum ávexti og svo smjörkennt bragð sem oft einkennir Chardonnay vínin. Við vorum alls ekki svikinn af þessari flösku. Gaman líka hversu ólík vínin voru - Montes Sauvignion blanc og svo þetta. Mér fannst vínið passa stórvel með þessum rétt.

Í desert var ég með jarðarberjakrumbl - þetta er sama uppskrift og ég var með í Mogganum einhverntíma á frumbernsku þessarar heimasíðu. 250 gr af hveiti, 100 gr af dökkum Muscovado sykri, 50  gr af hvítum sykri, 100 gr af smjöri, 1 tsk vanilludropar og 50 ml af mjólk var blandað saman í hrærivél. 350 gr  (1 1/2 box) jarðaberjum, skorinn í tvennt, og 150 gr af bláberjum (1 box) er blandað saman. Berin eru þvegin og lögð blaut í eldfast mót og sykruð með smá hvítum sykri. Bakað í 190 gráðu heitum ofni í 10 mínútur.  Þá eru þau tekin út og flutt yfir í minni eldföst mót (1 á mann) og deiginu sáldrað yfir. Bakað aftur í um 10 mínútur eða þar deigið er orðið fallega gullið. Borið fram með vanilluís.

jarðarberjakrumbl

 


No comments:

Post a Comment