Ég hef sett margar fiskuppskriftir undanfarið á bloggið mitt enda hef ég verið að leggja mig fram við það að elda meiri fisk. Ég hef bæði verið að skoða góðar uppskriftir á netinu og einnig verið að blaða í uppskriftarbók frá Rick Stein sem heitir Seafood, ég hef einhvern tíma áður minnst á hana á netinu. Hann rekur nokkra fiskveitingastaði í Englandi ásamt því að reka kokkaskóla og búa til vinsæla sjónvarpsþætti. Bæði bækurnar hans og þættirnir eru afar góðir. Ég hef verið að skoða það að fara á námskeið hjá honum - með pundið eins og það er - ætli maður bíði ekki aðeins. En ég væri sannarlega til!
Þessi uppskrift er innblásinn af sjónvarpsþætti sem ég sá um daginn þar sem breskur kvenkokkur fór til fólks í heimahúsi og fékk þau til að galdra fram ljúffenga rétti á einfaldan máta. Mín uppskrift er alls ekkert ólík ein af þeim réttum. Ég bætti einnig við hrognum sem ég bara sauð í potti og skreytti með kryddolíunni. Nýjasti Gestgjafinn datt inn um lúguna hjá mér í dag. Þeman er fiskuppskriftir og reyndar kjúklingur. Lýst afar vel á þetta eintak. Fiskur er frábært hráefni, og fátt meira verðlaunandi en að gera fiskrétt þar sem fólk smjattar af ánægju á eftir matinn.
Fékk ansi skemmtilega athugasemd á síðuna mína um daginn. Þar kvartaði einn lesenda bloggsins að ég notaði alltof hástemmd lýsingarorð á síðunni minni - allt væri stórkostlegt og ljúffengt og þar fram eftir götunum. Ég fór nokkrar færslur aftur í tímann og tók þá eftir því að þetta var alveg rétt! Önnur eða þriðja hver færsla var svona hástemmd. Ég fór því að velta þessu aðeins fyrir mér. Þeir sem mig þekkja persónulega vita að ég hef aldrei lært að temja mér hógværð að neinu ráði - því miður. Og stundum er það bara þannig að mér finnst maturinn minn svo góður! Ég get bara lítið að því gert. Það hefur síðan smitað sér inn í skrifin á netinu. Það hjálpar náttúrulega ekki að maður er kannski búinn með tvö rauðvínsglös, saddur og glaður og kannski orðin pínu meyr!
Ljúffengur lax með steiktu kúrbítsspaghetti, heitri sesamkryddolíu og soðnum hrognum
Ljúffengur lax með steiktu kúrbítsspaghetti, heitri sesamkryddolíu og soðnum hrognum
Kryddolían var gerð úr 120 ml af jómfrúarolíu, 2 msk af sesamolíu, 3 msk af soya sósu, 2 msk sykri, 1 msk muskovadósykur, 2 msk sesamfræ, hálfur smátt skorinn chilli, 4 cm af smátt skornum engifer, 1 smátt skorinn skarlottulaukur, 3 msk saxaður koríander, 3 smáttskorinn hvítlauksrif og safi úr einni sítrónu. Öllu var þessu skellt saman í pott og olían hituð upp hitaður upp. Látin krauma í 20 mínútur á meðan maturinn var eldaður.
1250 gr af laxi var skorinn í 6 jafnar sneiðar. Steikt upp úr 20 gr af smjöri, 1 msk af jómfrúarolíu, 1 tsk af smátt söxuðum chilli, 2 smátt skornum hvítlauksgeirum og 2 stjörnuanísum. Fyrst var olían og smjörinu leyft að bráðna - svo var chillinum bætt útí ásamt hvítlauknum og stjörnuanísnum. Þetta var steikt í smá stund þannig að fitan tæki í sig bragðið af grænmetinu og kryddinu. Þá var laxinn settur á pönnuna og steiktur, fyrst á roðhliðinni í um 6 mínútur þar til að hann fór að breyta um lit á hliðinum og svo um 4-6 mínútur á hinni hliðinni þar til laxinn var tilbúinn.
Kúrbíturinn var skorinn niður í þykk strimla með svona mandólín sem ég fékk lánað frá foreldrum mínum. Það er svona bretti með hárbeittum hnífum. Þannig var hægt að skera kúrbítinn niður í mjóar lengjur. Olía var hituð í potti, 3 smátt skornir hvítlauksgeirar og 2 cm af smátt skornu engifer var sett útí og steikt um stund. Þá var kúrbítnum bætt saman við og steikt þar til hann fór að mýkjast. Þá var einu glasi af Montalto hvítvíni frá Sikiley úr kassa bætt úti og soðið niður. Hrognin voru soðin í söltuðu vatni í um 20 mínútur. Tekin úr, þerruð og skorinn í helminga. Saltað og piprað og smávegis af olíunni sáldrað yfir. Skreytt með fersku kóríander.
Með matnum fengum við okkur Penfolds Rawson's Retreat Semillion Chardonnay frá því 2006. Virkilega bragðgott hvítvín. Talsverður ávöxtur við en einnig rjómakennt og gott vín. Passaði vel með laxinum.
Bon appetit!
1250 gr af laxi var skorinn í 6 jafnar sneiðar. Steikt upp úr 20 gr af smjöri, 1 msk af jómfrúarolíu, 1 tsk af smátt söxuðum chilli, 2 smátt skornum hvítlauksgeirum og 2 stjörnuanísum. Fyrst var olían og smjörinu leyft að bráðna - svo var chillinum bætt útí ásamt hvítlauknum og stjörnuanísnum. Þetta var steikt í smá stund þannig að fitan tæki í sig bragðið af grænmetinu og kryddinu. Þá var laxinn settur á pönnuna og steiktur, fyrst á roðhliðinni í um 6 mínútur þar til að hann fór að breyta um lit á hliðinum og svo um 4-6 mínútur á hinni hliðinni þar til laxinn var tilbúinn.
Kúrbíturinn var skorinn niður í þykk strimla með svona mandólín sem ég fékk lánað frá foreldrum mínum. Það er svona bretti með hárbeittum hnífum. Þannig var hægt að skera kúrbítinn niður í mjóar lengjur. Olía var hituð í potti, 3 smátt skornir hvítlauksgeirar og 2 cm af smátt skornu engifer var sett útí og steikt um stund. Þá var kúrbítnum bætt saman við og steikt þar til hann fór að mýkjast. Þá var einu glasi af Montalto hvítvíni frá Sikiley úr kassa bætt úti og soðið niður. Hrognin voru soðin í söltuðu vatni í um 20 mínútur. Tekin úr, þerruð og skorinn í helminga. Saltað og piprað og smávegis af olíunni sáldrað yfir. Skreytt með fersku kóríander.
Með matnum fengum við okkur Penfolds Rawson's Retreat Semillion Chardonnay frá því 2006. Virkilega bragðgott hvítvín. Talsverður ávöxtur við en einnig rjómakennt og gott vín. Passaði vel með laxinum.
Bon appetit!
"Hafi maður ekkert gott að segja - ætti sá hinn sami að þegja", stendur einhvers staðar...
ReplyDeleteÉg hvet þig til að halda áfram að skrifa frá hjartanu, og maganum :) og þakka þér fyrir að deila texta, myndum og tilfinningum með okkur!