Friday 12 December 2014

Marokkósk kjúklingatagína með marineruðum sítrónum, svörtum ólífum og kúrbít

Þetta er einn af uppáhaldsréttunum úr bókinni minni. Fullt af brögðum sem maður er ekki vanur að nota, en þó með kryddum sem eru okkur 

Ég hef verið áhugasamur um matargerð Norður-Afríku og þá sérstaklega Marokkós um nokkuð langt skeið. Ekki minnkaði áhuginn við að eignast vinkonu sem á þangað rætur að rekja.

Sumarið 2010 fórum við fjölskyldan í sumarfrí til Frakklands þar sem við ókum á húsbíl um héruðin Champagne, Búrgúndí, Júra og Alsace og þar datt ég inn á markað þar sem seldar voru marokkóskar tagínur. Tagínur eru sérstakir leirpottar og réttir sem eldaðir eru í þeim draga af þeim nafn sitt. Þær þarf að hita upp hægt og rólega og eru gjarnan með strýtulaga loki þar sem gufan safnast saman og lekur svo aftur niður í réttinn sem verið er að elda. Matreiðsla í tagínum er líka dálítið sérstök; hráefnunum er raðað upp í pottinn, lokinu tyllt á og tagínan sett yfir hlóðirnar. Oftast eru þessir réttir eldaðir í eina til tvær klukkustundir, jafnvel lengur.

Þessi kjúklingatagína varð til við samvinnu okkar bræðranna. Mig langaði til að nota
marineraðar sítrónur ásamt tómötum og broddkúmeni en bróðir minn stakk upp á kjúklingasoði og ólífum en sleppa tómötunum, og ég skellti svo inn kúrbítnum. Ég sá síðan hina umræddu marakósku vinkonu mína hlaupa framhjá eldhúsglugg- anum mínum, elti hana uppi og bar undir hana innihaldslýsinguna. Henni leist vel  á réttinn nema hvað að kjúklingatagínur innihéldu sjaldan broddkúmen og þá var því sleppt. Og rétturinn varð sérlega ljúffengur – með samvinnu margra!

Ef tagína er ekki við hendina, er um að gera að nota bara venjulega pönnu í staðinn.

Marokkósk kjúklingatagína með marineruðum sítrónum, svörtum ólífum og kúrbít
Fyrir fjóra til sex

16 kjúklingaleggir
1 marineruð sítróna 
700 ml kjúklingasoð 
50 g smjör
1 gulur laukur
4 hvítlauksrif
1 tsk engiferduft
1 tsk paprikuduft
1 tsk túrmerik
1 tsk kóríanderduft
1 tsk sjávarsalt
1 tsk nýmalaður pipar 3 msk jómfrúarolía
1 kúrbítur
30 kalamata-ólífur salt og pipar handfylli fersk mynta 1. Skerið brjóskið af leggjunum og hendið.Kosturinn við þetta er að við eldunina þá dregst húðin saman og auðvelt er að taka leggina upp og borða með fingrunum! 2. Setjið leggina í skál ásamt jómfrúarolíu, túrmeriki, engifer-, papriku- og kóríanderdufti. Blandið sjávarsalti og pipar saman við. Marinerið í ísskáp í eina til tvær klukkustundir en helst yfir nótt. 


3. Saxið lauk og hvítlauk og steikið í smjörinu þangað til laukurinn er mjúkur og gljáandi. Saltið og piprið þegar laukurinn er kominn á pönnuna.

4. Leggið kjúklinginn í tagínuna og hellið kjúklingasoðinu 


5. Sneiðið marineruðu sítrónuna og raðið í kringum kjúklinginn.

6. Skerið kúrbítinn í grófar sneiðar og bætið út í ásamt kalamata-ólífunum. Dreifið nokkrum myntulaufum yfir og saltið og piprið.

7. Setjið lokið á tagínuna, hleypið suðunni upp og látið krauma í eina til eina og hálfa klukkustund við lágan hita.

8. Dreifið yfir rifinni ferskri myntu þegar rétturinn er tilbúinn.


Í bókinni minni er heilmikið af frábærum réttum og svo sé ég ekki betur en að bókin er á tilboði útum allt! 


No comments:

Post a Comment