Tuesday 17 June 2008

Vika í San Francisco - heimasíðan í stuttu leyfi

Ég skrapp í vikuferð til San Francisco. Er að sækja stutt upprifjunar og "update" námskeið í almennum lyflækningum. Námskeiðið byrjaði núna í dag og hefur verið áhugavert. Það er haldið á lóð University of California - San Francisco - Medical Center - sem er stór spítali. Þarna eru margir virtir fyrirlesarar að lesa yfir okkur nýjungar í lyflækningum. Ekki leiðinlegt að sameina það ferð til San Francisco sem er mjög svo áhugaverð borg. Alger bræðingur menningarlega! Nám á daginn og út að borða á kvöldin. Súper. Reyni svo að fríska upp á síðuna þegar heim er komið.


No comments:

Post a Comment