Friday 14 December 2007

Flamberuð nautasteik með bernaise og spergilkáli

Við slógum nýverið saman í veislu, nokkrir vinir. Oft þegar ég vil gera mér glaðan dag þá geri ég steik og bernaise sósu. Ég steiki kjötið og Snædís gerir sósuna. Ég hef áður sett inn færslur með bæði ekta bernaise beint frá Frökkunum en einnig útgáfu konu minnar. Hún var ekki par ánægð að ég setti hennar útgáfu á netið þar sem hún er djössuð upp úr pakkasósu. Hljómar ekki voða fínt en er samt frábær sósa. Það má sjá fyrri færslur til að fá upplýsingar um hana.

Þetta er yfirleitt mjög einfalt. Meira að segja svo að það er fátt að skrá hérna á netið. Þannig að mér datt í hug að vera frekar með svona myndaþátt í þetta sinn. Bassi vinur minn var settur á myndavélina á meðan steikin var á pönnunni og úr varð þessi myndþáttur. Það er oft sagt að mynd segir meira en þúsund orð. Steikin var alltént svakalega góð, meir og rétt elduð, með nóg af salti og pipar.

Með matnum voru soðnar kartöflur og soðið spergilkál. Ekkert salat...ekkert vesen, bara gott kjöt, sósa og hófstillt meðlæti. Einfalt og gott. Flambering er meira svona til sýnis - ég held að þetta geri lítið fyrir bragðið en heilmikið fyrir augað eins og myndirnar gefa til kynna.

Flamberuð nautasteik með bernaise og spergilkáli

kjöt

Kjötið gert tilbúið - penslað með smá olíu og saltað og piprað.

panna

30 gr af smjöri er brætt á pönnu með smávegis af olíu.

flambering

Voila - skvettu af koníaki er bætt á pönnuna og pannan hrist og þá grípur gasloginn áfengið!

flambering2

Login brennur bara í nokkrar sekúndur - rétt á meðan áfengið brennur af. Mikilvægt er að vera við öllu búinn - ég á eldvarnarteppi og fleira til að bregðast við.

flambering3

Núna er þetta að klárast.

flambering4

Bon appetit. Að sjálfsögðu er svo gott rauðvín með svona mat. En ekki hvað.


No comments:

Post a Comment