Thursday 31 December 2009

Þakkarblogg: Gleðilegt ár og farsælt komandi ár!

Ég vil nota tækifærið og þakka lesendum bloggsíðunnar minnar samferðina núna á árinu sem er að líða.  Þetta hefur verið sérstaklega ánægjulegt matarár þó að það hafi verið erfitt á öðrum sviðumheima á Fróni

Það hefur verið einstaklega ánægjulegt hversu margar heimsóknir síðan mín hefur fengið núna yfir hátíðirnar bæði hérna á miðjunni og moggablogginu. Ég vona að síðan sé öðrum innblástur - hún er mér það svo sannarlega! Fátt myndi þó gleðja mig meira en ef fleiri kæmu með athugasemdir, hugmyndir, gagnrýni, uppskriftir eða bara hvatningarorð.

Vona að næsta ár verði ánægjulegt í eldhúsinu! Brettum upp ermarnar þar - sem og öðrum sviðum!

Áfram Ísland! Gleðilegt ár og farsælt komandi ár! Skál!

IMG_0273

6 comments:

  1. Elsku Ragnar -
    þar sem ég rekst nú sjaldnast á ykkur heiðurshjónin í Íslandsheimsóknunum nota ég bara tækifærið hér og þakka þér fyrir alveg frábæra síðu! Ég er tiltölulega nýskírð inn í æsispennandi heim matreiðslunnar en er þó farin að færa mig upp á skaftið með nýjar uppskriftir.
    Þú ert ekki síður góður penni en kokkur og ég kíki alltaf spennt á nýjar færslur bæði í leit að innblæstri og skemmtilestri!

    Gleðilegt ár til ykkar í Svíþjóð og ég bið kærlega að heilsa frúnni!

    ReplyDelete
  2. Guðmundur Magnússon31 December 2009 at 19:20

    Sömuleiðis gleðilegt nýtt ár og takk fyrir skemmtilega síðu sem ég hef lesið með mikilli ánægju. Ég skal gera það að mínu áramótaheiti að kommenta meira og jafnvel lauma inn einni og einni uppskrift.
    Kveðjur til Svíaríkis.

    ReplyDelete
  3. Gleðilegt ár og takk sömuleiðis! Ég hef fylgst með þessum skrifum þínum hérumbil frá upphafi og haft gríðarlega gaman af, en aldrei þakkað fyrir mig.

    Ég bið spenntur eftir að lesa hvernig gekk með hangikjötið!

    ReplyDelete
  4. Sæll Ragnar Freyr
    Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir alveg frábæra síðu og hef ég haft einstaklega gaman af því að lesa skemmtilegu skrifin þín og alveg frábærar uppskriftir sem ég hef alloft nýtt mér.
    Þú mannst kanski ekki eftir mér en við fjölskyldan rákum matvöruverslunina Sunnukjör í Skaftahlíðinni.
    Ég man svo vel eftir ykkur bræðrum þegar þið komuð út í búð og voruð að verlsa í matinn. Þið voruð nú ekki háir í loftinu þegar þið byrjuðuð á því. Þið láguð með andlitið klesst uppvið glerið á kjötafgreiðsluborðinu að velja hvað þið ætluðuð nú að elda fyrir fjölskylduna ykkar.
    Bestu kveðjur þín og skilaðu kveðju til foreldra þinna.
    Sirrý

    ReplyDelete
  5. Takk fyrir frábært blogg.

    Ég kíki hér reglulega til að bera saman uppskriftir og fá hugmyndir.

    Bókstaflega elska myndina af lifrarpylsunni með rauðlauknum. Það að skuli vera brotið upp úr disknum gerir hana lifandi og ómótstæðilega. Verðlaunamynd.
    Innmatur og afgangar er hin sanna franska matargerð ;)

    kv . h.

    ReplyDelete
  6. Sæll Helgi
    Þakka þér fyrir.
    Faðir minn á eftir að rifna úr stolti þegar hann les athugasemdina þín - hann var ekki lítið stoltur af réttinum - sem var líka fantagóður!
    Bestu kveðjur,
    Ragnar

    ReplyDelete