Sunday, 4 December 2016

Back to the future: Tvennskonar ostafondú með dásamlegu súrdeigsbrauði, kartföflum og súrum gúrkum


Þann níunda desember næstkomandi verða kominn tíu ár frá því að ég byrjaði að blogga. Heil tíu ár! Það er óneitanlega langur tími sama hvernig á það er litið. Og ég gerði mér engan veginn grein fyrir því að þegar ég sló á lyklaborðið í fyrsta skipti á vef moggabloggsins hvaða vegferð ég var að leggja upp í - ekki eina einustu hugmynd. Að það myndi leiða til þess að tíu árum síðar væri ég ennþá að blogga um mat og matargerð. Að ég hefði tekið þátt í að búa til sjónvarpsseríu eða hvað þá að ég hefði skrifað þrjár matreiðslubækur.

Ég er eins og flestir vita sem lesa bloggið mitt, læknir fyrst og fremst. Og ég myndi aldrei vilja gera neitt annað. En það er líka gaman að eiga eitthvert annað líf utan vinnunnar. Það eiga margir áhugamál sem eiga hug þeirra allan. Hvort sem það eru fluguhnýtingar, skíðamennska, skák, lestur, hlaup, sjósund eða fjallgöngur; eitthvert annað áhugamál sem nær að fanga hugann svo maður gleymi amstri hversdagsins.

Þannig er eldamennskan fyrir mér. Ég var spurður nýverið í viðtali hvað það væri sem ég kynni best við eldamennskuna. Og svarið er einfalt. Það er í raun að sjá hvernig aðrir bregðast við matnum sem ég er að elda.

Ekkert er meira gefandi en að heyra fólk njóta þess sem maður hefur útbúið. Og hvað er betra en að gefa vinum sínum og vandamönnum gott að borða.

Ég veit alltént ekkert betra! 

Myndirnar hér að ofan eru af dóttur minni Ragnhildi Láru, sem varð fjögurra ára núna í ágúst, skömmu eftir að við fluttum heim til Íslands. Myndin til vinstri og sú sem er í miðjunni notaði ég í fyrstu bækurnar mínar, Tíma til að njóta og svo Veisluna endalausu. Myndin til hægri var tekin fyrir nokkrum dögum síðan. Potturinn er 18 L soðpottur sem hún er hægt og bítandi að vaxa upp úr!

Back to the future: Tvennskonar ostafondú með dásamlegu súrdeigsbrauði, kartföflum og súrum gúrkum

Ostafondú voru geysivinsæl fyrir þremur áratugum síðan - jafnvel er lengra síðan - en það þýðir bara að það er löngu tímabært að þau fái endurnýjun lífdaga. Ég meina - ostur er svo góður - og bræddur ostur er bara dásamlega ljúffengur. Og á köldu vetrarkvöldi meikar ostafondú bara sens! 

Ég gerði tvennskonar ostafondú. Annars vegar með Stóra Dímon og svo með Gullosti (sem er uppáhalds osturinn minn).

Hráefnalisti

250 ml hvítvín
1 hvítlauksrif
2 msk hveiti
250 g Ísbúi (eða annar ostur sem bráðnar vel) 
1 gullostur eða stóri dímon
pipar
negull 
hlynsíróp (eða hunang) 

Meðlæti

dásamlegt súrdeigsbrauð frá Brauð&Co
Soðnar kartöflur
Súrar gúrkur
Sulta (eigið val)


Það þurfti ekki að biðja hann son minn tvisvar um að hjálpa til í eldhúsinu, en hann er að verða einkar liðtækur! 


Þeir gera alveg lygilega góð súrdeigsbrauð í þessu bakaríi! Hvet alla til að prófa! 


Margir segja að íslenskir ostar séu ekki á pari við það sem maður fær erlendis. Ég held að það eigi ekki við rök að styðjast. Alltént ekki þegar maður bragðar Stóra Dímon og Gullost. 


Stóri Dímon heitir eftir fjalli á Suðurlandi sem er á mörkum Austur Landeyja, Fljótshlíðar og Vestur Eyjafjalla. Þetta er ljúffengur hvít- og blámygluostur.  


Gullostur er eins og ég sagði að ofan, minn uppáhaldsostur. Hann er bragðgóður og bragðmikill hvítmygluostur. Hann er bestur þegar hann hefur fengið að standa við herbergishita í um klukkustund. 


Ég notaði Ísbúa sem grunn í sósuna. Fyrirmyndin er sóttt til Danmerkur - Danbo osturinn. Þetta er ostur sem bráðnar auðveldlega. 


Ég raspaði ostinn niður og blandaði hveitinu vandlega samanvið. 


Setjið hvítvínið í pott, ásamt mörðu hvítlauksrifi. Hitið að suðu og sjóðið upp áfengið. 


Blandið svo Ísbúanum samanvið og hrærið þangað til að hann leysist upp. Í annan pottinn setti ég gullostinn.


Það var eins gert með Stóra Dímon. Hann var skorinn í bita og bætt rólega saman við hvítvínið og Ísbúann. 


Kartöflurnar voru flysjaðar og soðnar í söltuðu vatni. Gúrkurnar voru skolaðar undir köldu vatni.


Ég veit ekki um ykkur en mér finnst bráðinn ostur vera fallegur. 


Ljúffengt súrdeigsbrauð og rjúkandi ostur. 


Kartafla og rjúkandi ostur. Blómkál og brokkál hefði líka sómað sér afar vel. 


Súr gúrkan kom á óvart. Seltan og feitur osturinn passaði vel saman. 


Þetta er bara til að kveikja á bragðlaukunum. 

Það er bæði skemmtilegt og ljúffengt að prófa ostafondú. Ég hvet ykkur til að prófa. 

Bon appetit! Sunday, 27 November 2016

Jólaveisla Smith & Norland - feikigóð fyllt kalkúnabringa með sætkartöfluhasselbach með ekta kalkúnasoðsósu og nýju waldorfsalati

Það er fyrsti í aðventu í dag og líklegt að margir séu farnir að hugsa til jólanna. Sumir einblína á hvað þeim langar í, öðrum hvað þeim langar til að gefa, aðrir hverjum þá langar til að verja tíma með og sumum, eins og mér, hvað mig langar til að elda.

Það er eiginlega það sem kveikir á mér mig jólin og vekur í mér jólaskap - að ímynda mér heilan dag í eldhúsinu að vinna með dýrindis hráefni - vín í betri kantinum og hlakka til að hitta vini mína og fjölskyldu. Ætli það séu ekki jólin fyrir mér?

Þessi uppskrift birtist í jólabæklingi Smith&Norland sem kom út núna fyrir helgina. Ég er í eðli mínu heldur íhaldssamur fyrir jól og áramót og hef í gegnum árin verið heldur vanafastur og viljað elda uppáhaldsuppskriftirnar mínar aftur og aftur. Ég meina, þegar maður er búinn að finna fullkomnu kalkúnafyllinguna, af hverju að breyta til?

En þegar maður er að elda fyrir blöð og tímarit verður maður að reyna að breyta aðeins til, aðeins. Ég hugsaði með mér að reyna að breyta aðeins forminu - frá heilum kalkún í kalkúnabringu, breyta hráefnunum aðeins í waldorfsalatinu, skipta út kartöflunni fyrir sæta kartöflu - smá breytingar - rétt að tóna réttina til. Og það heppnaðist alveg dásamleg, þó að ég segi sjálfur frá - aðrir gestur tóku líka undir.

Jólaveisla Smith & Norland - feikigóð fyllt kalkúnabringa með sætkartöfluhasselbach með ekta kalkúnasoðsósu og nýju waldorfsalati

Við byrjum á fyllingunni. Hún byggir á uppskrift sem ég las í bókinni, The Silver Palate Cookbook eftir Julee Rosso og Sheila Lukins, sem er ein af bestu matreiðslubókum sem komu út á síðustu öld.

Fylling

2 gulir laukar
4 hvítlauksrif
50 g smjör
1 grænt epli, kjarnhreinsuð og skorin í teninga
400 g svínahakk (fæst t.d. í Kjöthöllinni í Skipholti)
100 g pekanhnetur, saxaðar 
2 bollar fersk brauðmylsna
2 tsk tímían
2 tsk salvía
5 msk hökkuð fersk steinselja
2 msk hlynsírópSaxið laukinn og hvítlaukinn smátt og steikið í helmingnum af smjörinu við lágan hita í tæpan hálftíma.Gætið þess að brenna ekki laukinn. Hann á að karamellíserast. Setjið til hliðar. Steikið grísahakkið, saltið og piprið, og setjið saman við laukinn og eplið. Bætið nú við því sem eftir er af hráefnunum og blandið vel saman.


Setjið afganginn af smjörinu á pönnuna og steikið niðurskorið eplið þangað til það fara að taka lit. Setjið í skál með lauknum. Og blandið vel saman. 

Kalkúnabringan

Fyrir 8

2 kg kalkúnabringa (eða tvær 1 kg)
100 g smjör
salt og pipar
Fylling - sjá ofan
Næst er það kalkúnabringan.Skolið bringurnar og þerrið síðan vandlega. Takið beittan hníf og skerið bringurnar þannig að þær séu eins og opin bók.  Fletjið bringurnar út þannig að þær séu jafnþykkar.


Fyllið kalkúnabringuna, gætið þess að hafa fyllinguna einnig jafna - að sömu ástæðu og ofan.


Setjið fyllinguna á bringurnar og rúllið saman. Bindið vandlega með slátraraþræði.Bræðið smjörið og penslið bringurnar rækilega. 


Ég setti hitamæli í kjötið. Hann er þannig gerður að hann nemur hitastigið á þremur stöðum í gegnum vöðvan til að fá sem áreiðanlegasta mælingu. 


Bakið í ofni þangað til að kjarnhiti nær um 72 gráðum. Hvílið í nokkrar mínútur áður en bringan er sneidd niður. 

Sætar hasselbach kartöflur með pekanhnetum og hlynsírópi
8 meðalstórar sætar kartöflur
100 g pekan hnetur
100 g smjör
50 g hlynsíróp
1 tsk vanilludropar
salt og pipar


Skolið kartöflurnar vandlega og þerrið. Skerið djúpt í kartöflurnar en gætið þess að þær hangi saman.
Penslið með smjörinu, saltið og piprið. Bakið í 180 gráðu heitum ofni í 45 mínútur.


Bræðið smjörið í potti og blandið svo saman við hlynsírópi, vanilludropum, pekanhnetum, salti og pipar.  Takið kartöflurnar úr ofninum og glennið þær aðeins upp. Setjið hnetu – síróps – smjörblönduna ofan á þannig að það fylli vel í glufurnar.


Bakið í 180 gráðu heitum ofni í 15 mínútur.
Einfaldasta kalkúnasósan

500 ml kalkúnasoð
30 g smjör
30 g hveiti
vökvi af kalkúnabringunum
1 tsk rifsberjasulta
salt og piparBræðið smjör í potti og þegar það hefur þagnað hrærið þið hveitinu saman við.  Hellið kalkúnasoðinu saman við og sjóðið upp, og sjóðið svo niður um þriðjung. Hellið vökvanum af kalkúnabringunum saman við sósuna.  Hellið sósunni í gegnum sigti í hreinan pott.  Smakkið til með sultu, salti og pipar. 

Nýtt Waldorf salat
Nýtt? - með smá breytingum - sellrí út og hnúðkál inn.

3 lítil epli
2 hnúðkál
75 g valhnetukjarnar
100 g rauð vínber
100 ml þeyttur rjómi
50 ml majónes
safi úr ½ sítrónu

Flysjið eplin og hnúðkálið og skerið í munnbitastóra bita. Setjið í skál. Skerið vínberin niður í helminga og bætið í skálina. Hrærið rjómann þannig að hann sé vel þéttur og hrærið saman við eplin, hnúðkálið og vínberin. Hrærið síðan majónesið saman við. Smakkið til með salti, pipar og sítrónusafa.


Um leið og kalkúninn náði kjarnhita þá var hann tekin út úr ofninum og fékk að hvíla í 15 mínútur áður en hann var skorinn niður í sneiðar.


Þetta var bæði fallegt og ljúffengt. 


Með matnum nutum við auðvitað ljúffengs rauðvíns. Við vorum auðvitað að undirbúa jólin. Sumum finnst að maður eigi heldur að drekka hvítvín með hvítum fuglum en það er auðvitað hægt að njóta rauðvíns með ljúffengum mat eins og þessum. Vilji maður mæta fólki á miðri leið má beina sjónum sínum að léttari rauðvínum eins og þessu Marques Casa Concha frá Chile. Pinot Noir er viðkvæm þrúga og mild á tungu. Fallega ljúsrúbínrautt í glasinu, mildur sætur berjailmur, ósætt á tungu með eilítið krydd á tungunni í eftirbragðinu. 


Það má svo sannarlega hafa þessa uppskrift í huga fyrir jól eða áramót.


Bon appetit! 
Sunday, 20 November 2016

Dásamleg veisla með gömlum vinum; Rækjukokteill ala mode, Nautakinnar með kartöflupúré og grænkálsmauki

Í gærkvöldi vorum við með gamla og góða vini okkar í heimsókn, Sigrúnu og Freysa og Elvu og Óla. Eftir því sem ég kemst næst buðum við þessu ágæta fólki fyrst í mat 2. mars 2002 - ég fann ljósmyndir af fyrsta matarboðinu fyrir tilviljun um daginn þegar google photos minnti á gamla tíma. Við höfum nú aðeins breyst á síðastliðnum 14 árum - þroskast og breytingarnar svona að mestu til batnaðar! Verður maður ekki annars að segja það? 

Allt frá því að við fengum þau fyrst í mat, höfum við skipst reglulega á að bjóða hvert öðru. En þegar að við fluttum út varð þetta hálfbrotakennt svo það er ljúft að taka upp þráðinn að nýju. Ég er farinn að hlakka til að hitta þau aftur.

Einhverjir lesendur kannast kannski við uppskriftirnar í þessari færslu en ég studdist við nokkrar uppskriftir úr bókunum mínum - bæði Tími til að njóta (sem kom út 2013) og svo Veislunni endalausu (sem kom út 2014), en auðvitað hafa þær tekið breytingum. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt þegar maður er að elda - og vill alltaf breyta og bæta, sérstaklega bæta!

Dásamleg veisla með gömlum vinum; Rækjukokteill ala mode, Nautakinnar með kartöflupúré og crema catalana

Auðvitað reyndum við hjónin að láta þau finnast eins velkominn og unnt var. Við buðum að sjálfsögðu upp á fordrykk.

Gin og tónik er auðvitað klassíker. Þó að kokteilamenningu hafi fleygt fram síðastliðin ár (kannski fyrir tilstuðlan sjónvarpsþáttarins Mad men?) - þá er ég íhaldsmaður þegar það kemur að fordrykkjum og finnst eiginlega ekkert betra en almennilegur gin og tónik.Ég er auðvitað að brjóta reglurnar með þessu snubbótta glasi sem sést á myndunum. Það á auðvitað að bera fram þennan drykk í löngu glasi, en við erum ekki búin að finna öll glösin okkar eftir flutningana. En hann varð ljúffengur engu að síður. Þetta gin er frá Bombay Distillery og kallast Star of Bombay þar sem búið er að skerpa á bragðinu og bæta við nokkrum bragðtónum við Bombay Sapphire og er alveg einstaklega ljúffengt.


Þessi rækjukokteill birtist í bókinni minni, Tími til að njóta, en hérna er hann með smá breytingum. 

Enn nýrri rækjukokteill ala mode

Fyrir 6 

500 g rækjur
1/2 rauðlaukur
2 hvítlauksrif
1-2 cm engifer
1/2 græn papríka
1/2 rauð papríka
1/2 gul papríka
1 avókadó
1/2 rauður chili
1 mangó
handfylli af steinselju/basil 
börkur af einni sítrónu
safi af einni sítrónu
2 msk góð jómfrúarolía

200 ml sýrður rjómi
2 msk tælensk-chilisósa
1/2 chili pipar
salt og pipar

6 korn tortillakökur

Eldamennskan er eins einföld og hugsast getur. Rækjurnar eru settar í skál ásamt smátt skornum rauðlauk, hvítlauk, engifer, papríkum, chili, avókadó, mangó, kryddjurtum. Sítrónan er skafin, gætið þess að skilja hvíta börkinn eftir þar sem hann er bitur á bragðið, og saxið smátt. Kreistið svo safann úr sítrónunni yfir ásamt jómfrúarolíunni. Saltið og piprið. Blandið vel saman og geymið í ísskáp í klukkustund. 

Til að búa til sósuna er öllum hráefnum blandað saman. Leggið tortillurnar á kaffibolla og annan stærri ofan á til að þyngja hana. Bakað í ofni í 30 mín. eða þangað til að þær harðna. Þetta var svo vel heppnað að mér finnst sjálfsagt að hafa aðra mynd af þessu. 


Með þessum rétt bárum við fram Jacob's Creek Riesling sem er ástralskt hvítvín. Þetta vín er fallega föl gulgrænt í glasi. Í nefi mildur blómakeimur og sítróna sem kemur einnig fram á tungunni. Mildir tónar sem pössuðu vel með þessum forrétti.

Langeldaðar nautakinnar í rauðvíni

Fyrir sex til átta

2 kg nautakinnar
1 gulur laukur
2 sellerísstangir
3 gulrætur
3 lárviðarlauf
4 hvítlauksrif
1 flaska kröftugt rauðvín
1 l nautasoð
1 dós tómatpúré
3 greinar rósmarín
1 msk timian
ein kanilstöng
50 g smjör
4 msk jómfrúarolía
salt og piparByrjið á því að útbúa mire poix, með því að saxa lauk, sellerí, gulrætur og hvítlauk og steikið í helmingnum af smjörinu og olíunni ásamt lárviðarlaufunum þangað til að það er allt mjúkt og glansandi. Saltið og piprið. Setjið til hliðar.


Skolið og þerrið kjötið, saltið og piprið og brúnið í pottinum, nokkrar kinnar í senn. 


Þegar allar kinnarnar eru brúnaðar, setjið grænmetið aftur í pottinn og blandið vel saman.


Hellið svo rauðvíninu saman við og sjóðið upp áfengið áður en þið bætið nautasoðinu við. 


Bætið kryddjurtunum samanvið ásamt kanilnum. Saltið og piprið. Sjóðið upp sósuna og setjið síðan lokið á pottinn. Setjið pottinn í ofn við 150 gráður í 3-4 klukkustundir. 


Vilhjálmur var duglegur að hjálpa til í eldhúsinu og sá um að útbúa salatið, ásamt því að leggja á borð og hjálpa mér að taka til eftir matinn. Duglegur ungur maður. 


Eftir 3 1/2 tíma voru kinnarnar tilbúnar - lungamjúkar og ilmuðu dásamlega. Settar á disk. Allt soðið var síað í pott og fitan síuð frá. Soðið var soðið upp og skvettu af rjóma bætt samanvið. 


Það þurfti lítið annað að gera við sósuna. 

Kartöflumúsin var einföld. Flysjaði og sauð 1,2 kg af kartöflum. Blandaði saman við 200 g af smjöri (yes, 200 g af smjöri) ásamt 150 ml af rjóma. Saltaði og pipraði og maukaði saman í púré með töfrasprota. 

Skar niður 200 g af grænkáli sem ég steikti í klípu af smjöri. Setti síðan 1 glas af hvítvíni á pönnuna, sauð upp áfengið, smá sítrónusafa, salt og pipar. 


Með matnum drukkum við þetta ljúffenga vín, Trapiche Gran Medalla Malbec frá 2012. Þetta er argentískt vín frá Mendoza. Dökkkirsuberjarautt í glasi. Þungur ilmur af dökkum berjum, svipuð á tungu, en einnig smá súkkulaði með löngu eikuðu eftirbragði. Þrusugott vín sem bætti heilmiklu við matinn. 


Svo var bara að njóta, spjalla og hlæja í góðra vina hópi. Sum kvöld eru betri en önnur. 

Í eftirrétt var svo crema catalana - en það er efni fyrir næstu færslu - svo ljúffengur að ég held að hann gæti orðið jólaeftirrétturinn í ár! 

Bon appetit! Dásamleg veisla með gömlum vinum; Rækjukokteill ala mode, Nautakinnar með kartöflupúré og grænkálsmauki

Í gærkvöldi vorum við með gamla og góða vini okkar í heimsókn, Sigrúnu og Freysa og Elvu og Óla. Eftir því sem ég kemst næst buðum við þessu ágæta fólki fyrst í mat 2. mars 2002 - ég fann ljósmyndir af fyrsta matarboðinu fyrir tilviljun um daginn þegar google photos minnti á gamla tíma. Við höfum nú aðeins breyst á síðastliðnum 14 árum - þroskast og breytingarnar svona að mestu til batnaðar! Verður maður ekki annars að segja það? 

Allt frá því að við fengum þau fyrst í mat, höfum við skipst reglulega á að bjóða hvert öðru. En þegar að við fluttum út varð þetta hálfbrotakennt svo það er ljúft að taka upp þráðinn að nýju. Ég er farinn að hlakka til að hitta þau aftur.

Einhverjir lesendur kannast kannski við uppskriftirnar í þessari færslu en ég studdist við nokkrar uppskriftir úr bókunum mínum - bæði Tími til að njóta (sem kom út 2013) og svo Veislunni endalausu (sem kom út 2014), en auðvitað hafa þær tekið breytingum. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt þegar maður er að elda - og vill alltaf breyta og bæta, sérstaklega bæta!

Dásamleg veisla með gömlum vinum; Rækjukokteill ala mode, Nautakinnar með kartöflupúré og crema catalana

Auðvitað reyndum við hjónin að láta þau finnast eins velkominn og unnt var. Við buðum að sjálfsögðu upp á fordrykk.

Gin og tónik er auðvitað klassíker. Þó að kokteilamenningu hafi fleygt fram síðastliðin ár (kannski fyrir tilstuðlan sjónvarpsþáttarins Mad men?) - þá er ég íhaldsmaður þegar það kemur að fordrykkjum og finnst eiginlega ekkert betra en almennilegur gin og tónik.Ég er auðvitað að brjóta reglurnar með þessu snubbótta glasi sem sést á myndunum. Það á auðvitað að bera fram þennan drykk í löngu glasi, en við erum ekki búin að finna öll glösin okkar eftir flutningana. En hann varð ljúffengur engu að síður. Þetta gin er frá Bombay Distillery og kallast Star of Bombay þar sem búið er að skerpa á bragðinu og bæta við nokkrum bragðtónum við Bombay Sapphire og er alveg einstaklega ljúffengt.


Þessi rækjukokteill birtist í bókinni minni, Tími til að njóta, en hérna er hann með smá breytingum. 

Enn nýrri rækjukokteill ala mode

Fyrir 6 

500 g rækjur
1/2 rauðlaukur
2 hvítlauksrif
1-2 cm engifer
1/2 græn papríka
1/2 rauð papríka
1/2 gul papríka
1 avókadó
1/2 rauður chili
1 mangó
handfylli af steinselju/basil 
börkur af einni sítrónu
safi af einni sítrónu
2 msk góð jómfrúarolía

200 ml sýrður rjómi
2 msk tælensk-chilisósa
1/2 chili pipar
salt og pipar

6 korn tortillakökur

Eldamennskan er eins einföld og hugsast getur. Rækjurnar eru settar í skál ásamt smátt skornum rauðlauk, hvítlauk, engifer, papríkum, chili, avókadó, mangó, kryddjurtum. Sítrónan er skafin, gætið þess að skilja hvíta börkinn eftir þar sem hann er bitur á bragðið, og saxið smátt. Kreistið svo safann úr sítrónunni yfir ásamt jómfrúarolíunni. Saltið og piprið. Blandið vel saman og geymið í ísskáp í klukkustund. 

Til að búa til sósuna er öllum hráefnum blandað saman. Leggið tortillurnar á kaffibolla og annan stærri ofan á til að þyngja hana. Bakað í ofni í 30 mín. eða þangað til að þær harðna. Þetta var svo vel heppnað að mér finnst sjálfsagt að hafa aðra mynd af þessu. 


Með þessum rétt bárum við fram Jacob's Creek Riesling sem er ástralskt hvítvín. Þetta vín er fallega föl gulgrænt í glasi. Í nefi mildur blómakeimur og sítróna sem kemur einnig fram á tungunni. Mildir tónar sem pössuðu vel með þessum forrétti.

Langeldaðar nautakinnar í rauðvíni

Fyrir sex til átta

2 kg nautakinnar
1 gulur laukur
2 sellerísstangir
3 gulrætur
3 lárviðarlauf
4 hvítlauksrif
1 flaska kröftugt rauðvín
1 l nautasoð
1 dós tómatpúré
3 greinar rósmarín
1 msk timian
ein kanilstöng
50 g smjör
4 msk jómfrúarolía
salt og piparByrjið á því að útbúa mire poix, með því að saxa lauk, sellerí, gulrætur og hvítlauk og steikið í helmingnum af smjörinu og olíunni ásamt lárviðarlaufunum þangað til að það er allt mjúkt og glansandi. Saltið og piprið. Setjið til hliðar.


Skolið og þerrið kjötið, saltið og piprið og brúnið í pottinum, nokkrar kinnar í senn. 


Þegar allar kinnarnar eru brúnaðar, setjið grænmetið aftur í pottinn og blandið vel saman.


Hellið svo rauðvíninu saman við og sjóðið upp áfengið áður en þið bætið nautasoðinu við. 


Bætið kryddjurtunum samanvið ásamt kanilnum. Saltið og piprið. Sjóðið upp sósuna og setjið síðan lokið á pottinn. Setjið pottinn í ofn við 150 gráður í 3-4 klukkustundir. 


Vilhjálmur var duglegur að hjálpa til í eldhúsinu og sá um að útbúa salatið, ásamt því að leggja á borð og hjálpa mér að taka til eftir matinn. Duglegur ungur maður. 


Eftir 3 1/2 tíma voru kinnarnar tilbúnar - lungamjúkar og ilmuðu dásamlega. Settar á disk. Allt soðið var síað í pott og fitan síuð frá. Soðið var soðið upp og skvettu af rjóma bætt samanvið. 


Það þurfti lítið annað að gera við sósuna. 

Kartöflumúsin var einföld. Flysjaði og sauð 1,2 kg af kartöflum. Blandaði saman við 200 g af smjöri (yes, 200 g af smjöri) ásamt 150 ml af rjóma. Saltaði og pipraði og maukaði saman í púré með töfrasprota. 

Skar niður 200 g af grænkáli sem ég steikti í klípu af smjöri. Setti síðan 1 glas af hvítvíni á pönnuna, sauð upp áfengið, smá sítrónusafa, salt og pipar. 


Með matnum nutum við þetta ljúffenga vín, Trapiche Gran Medalla Malbec frá 2012. Þetta er argentískt vín frá Mendoza. Dökkkirsuberjarautt í glasi. Þungur ilmur af dökkum berjum, svipuð á tungu en einnig smá súkkulaði og löngu eikuðu eftirbragði. Þrusugott vín sem bætti heilmiklu við matinn. 


Svo var bara að njóta, spjalla og hlægja í góðra vina hópi. Sum kvöld eru betri en önnur. 

Í eftirrétt var svo crema catalana - en það er efni fyrir næstu færslu - svo ljúffengur að ég held að hann gæti orðið jólaeftirrétturinn í ár! 

Bon appetit! LinkWithin

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...