Wednesday 26 May 2010

Heilgrillað lamb í frábærri götuveislu í Pukagrandanum - Gatufest iPukgränden

IMG_1550


Í þessari færslu ætla ég að gera tilraun til þess að blogga á tveimur tungumálum. Ég tala orðið alveg ágætis sænsku svosum en það má margt bæta þegar ég skrifa - mjög margt. En með  hjálp google þýðingarvélarinnar (www.translate.google.com) og vonandi yfirlestra nágranna minna (nýrra vina) ætla ég að reyna að gera grein fyrir þessari frábæru veislu sem við héldum í götunni núna á laugardaginn. Við hjónin vorum fengin ásamt öðrum til að vera með í skipulagsnefndinni sem við gerðum með glöðu geði. Ég hef fengið margar fyrirspurnir um að blogga á sænsku frá vinnufélögum og núna fannst mér tilvalið að prófa út af tilefninu.

I det här inlägget kommer jag att försöka blogga på två språk. Mitt eget - och på svenska. Ärligt talad så pratar jag rätt så hyfsad svenska men min skrivande skvenska er helt kass. Men - med hjälp av Google oversättningverktyget (www.translate.google.com) och förhoppningsvis overläsning av mina grannar (och nya vänner) hoppas jag att jag kan beskriva denna underbara kalas vi höll på vår gata nu i lördags.  Min hustru och jag ombads att delta i planeringskommittén som vi gjörde med glädje. Jag har fått några frågor om att börja att blogga på svenska från mina kollegor och jag tyckte att nu var de dags att prova - framföralt pga detta fina tilfälle.
IMG_2516

Það voru nágrannar okkar hérna ofar í götunni sem voru forsprakkarnir að veislunni; Ulrika í númer 18 og svo Signe í 20. Þau fengu til liðs við sig, Olof úr ellefunni. Hrund í fimmunni var fengin í teymið og allt fór á flug! Olof var úthlutað að fara á stúfana og kanna hvað það kostaði að kaupa inn atvinnugrillara til að sjá um matinn - það reyndist alveg fokdýrt! Snemma í vor spjallaði hann við Áskel í húsi númer 40 sem stakk upp á því að spara aurin og fá mig til að grilla í staðinn. Ég lét hljóma eins og ég vissi hvað ég ætti að gera - natural born besserwisser!  Eina sem ég vissi fyrir víst var að þetta yrði meiriháttar gaman.

Det var våra grannar som initierade denna fina gatufest; Ulrika i nummer 18 och Signe i 20. De rekruterade Olof från elvan och Hrund i femman. Olof fick uppgiften att  kolla vad det kostade att hyra en professionell grillare samt grejer - de visade sig att vara jåttedyrt. En söndagsmorgon tidigt i vår, pratade han med med Áskel i nummer 40 som tyckte att det skulle gå att spara pengar och foreslog att få mig att att ta hand om grillet i stället. Jag lät som om jag visste vad detts skulle innebära  - Natural Born besserwisser! Det enda jag visste for visso var att detta skulle vara riktigt kul. H

Snædís stjórnaði barnanefndinni og fékk nokkra krakka í götunni m.a. Valdísi, Gustaf í númer 20 og Kristinn í númer 5 til að hjálpa til. Hérna voru skipulagðir leikir, fótboltamót  og kýló, farið í fjársjóðsleik og svo var leigður hoppukastali. Þeir sem vildu voru einnig fallega andlitsskreytt. Dagurinn heppnaðist stórvel - börnin voru ánægð og foreldrarnir líka.
IMG_1553


Snædís hjälpte till i barnfestkommittén som innehöll några barn på gatan; vår dotter Valdís, Gustav från 20 och Kristinn i nummer 5. Det anordnades masser av olika spel, fotbolltävling, brännboll, skattejakt  och vi åven  hyrde en hoppborg. Dagen var en rejäl succé - barnen var glada och de var föräldrarna också.

Við í skemmtinefndinni skiptum með okkur verkum. Signe sá um fjármál, Ulrika og Hrund sáu um skipulagningur og flest öll innkaup fyrir matinn, Olof reddaði stóru tjaldi sem og stólum og borðum og ég pantaði inn kjötið og hafði yfirumsjón með að reisa grillið. Þetta var sannkölluð samfélagsstemning og komu flestir að því að hjálpa til með einum eða öðrum hætti. Ég, Jón, Jónas og Áskell reistum grillið. Áskell, Valur í 44 og Patrick í númer 6 sáu um að taka það niður. Margir komu að því að reisa og fella tjaldið. Get ekki nefnt alla þar sem öll mín athygli fór öll í að setja upp þetta títtnefnda grill og hlúa að kjötinu.

Vi i festkommittén delade på uppgifter. Signe var ansvarig för ekonomi, Ulrika tillsammans med Hrund tog ansvar att handla nästan all mat och samordna, Olof beställde ett stort tält och hämtade. Jag beställde kött och drycker och tog hand om att bygga grill. Alla samarbetade bra och flesta kom för att hjälpa till på ett eller annat sätt. Jag, Jón, Jónas och Áskell byggde grillet. Áskell, Valur och Patrick tog ner de. Många deltog att slå upp tältet. De var ju såkert flere som kom och hjälpte till - tyvärr kan jag inte nämna alla, eftersom all min uppmärksamhet riktades mot grill, grilla kött och laga mat.
IMG_1565

Víkjum þá að matseldinni - hún er nú það sem þetta blogg mitt gengur út á.

Men nu till  matlagningen - det är vad den här bloggen handlar om!

Heilgrillað lambalæri í frábærri götuveislu í Pukagrandanum -


Helgrillad lamm för en härlig gatufest på Pukagränden


IMG_1540


Ég hafði samband við slátrarann fyrir nokkrum vikum og lagði inn pöntun að lambinu. Við erum eiginlega farnir að þekkjast þannig að hann ætlaði að gá að því hvort að hann gæti skaffað eitthvað af græjum til að grilla lambið - snúningsteinn og opin tunna og svoleiðis. Því miður kom á daginn að áhöldin hans voru ónýt og því voru góð ráð dýr. Ég fór á stúfana á netinu og fann youtube myndband þar sem sýnd var sú aðferð sem við notuðum. Og nú kom að góðum notum að búa á byggingarsvæði. Við fengum lánaða járnabindinganet og steina og reistum grillið sem sjá má á myndunum. Það tók ekki nema tvær klukkustundir að reisa grillið. Þegar nokkrir dugnaðarforkar koma saman er allt hægt.

Jag kontaktade slaktaren - Holmgrens - för några veckor sedan och lade inn beställning for lammet. Jag och slaktaren är nästan kompisar (jag handlar rätt mycket och ofta hos Holmgrens - en riktigt bra affär) och hann lovade att kolla om han hadde utrusning for att helgrilla ett lamm. Tyvärr var de så att hans grejer var helt förstörda och då behövde vi akut lösningar. Jag kollade nätet direkt och hittade ett youtube video som visade metoden som vi till sluts använde. Och nu var det praktiskt att bo på ett  byggplats! Vi fick låna armeringsnät och stenar och byggde ett grill. Det tog bara två timmar att bygga den. När så många duktiga grabbar jobbar ihop är allt möjligt.

IMG_0763

Lambið fékk ég svo afhent á föstudaginn. Samtals tuttuguogsjö kíló. Einn skrokkur og 3 læri. Keypti líka fjögur kíló af nautahakki til að búa til hamborgara handa krökkunum. Ég átti bala fyrir lærin en ekkert fyrir lambið. Fékk þennan fína bala lánaðan hjá Gustav í húsi númer 20 en hann er veiðimaður og hafði bala á reiðum höndum.

Lammet hämtade jag i fredags - tjugosju kilo i det hela. Ett helt lamm och tre lammstekar. Jag köpte också fyra kilo av nöttkött för att göra hamburgare för barnen. Jag hade en låda för lammstekarna men ingenting för lammet. Fick då låna en jåttestor och fin låda lånade av Gustav från nr. 20 som är jagare och hade därför sona grejer lättillgängliga.
IMG_1567

Ég gerði kryddlög fyrir lambakjötið. Tæpir tveir lítrar af jómfrúarolíu, átta heilir hvítlaukar, handfylli af bergmyntu og lofnargjörð (lavender), 2-3 handfylli af ferskri steinselju, ein krukka af timian, fullt af Maldon salti og fullt af nýmöluðum pipar. Blandaði vel saman og svo nuddaði með krafti inn í kjötið. Lambakjötið var svo sett ofan í bala, rauðvíni úr belju var svo hellt yfir, kannski líter yfir sjálft lambið og kannski 300 ml yfir lærin þrjú. Sett útí bílskúr og látið standa þar fram á næsta dag.

Jag gjorde kryddolja för lammet. Knappt två liter extra jungfruolja, åtta hela vitlökar, handfylla av mynta och lavendel, 2-3 handfylla av färsk persilja, en burk torkat timjan, massor av Maldon salt och massor av nymalat peppar.  Blandas ihop och masseras med kraft in i köttet. Köttet var sedan lagt i lådan, röttvin hälldes över, kanske en liter på lammet och kanske 300 ml på lammstekarna. Ställt ut i forrådet overnatt.
IMG_2218





Um hádegisbil var grillið klárt og lambið var vírað niður á járnabindingarnar og um klukkan eitt var því komið á grillið. Því var svo snúið á 30 mínútna fresti (eða á milli bjóra). Lambið var penslað með olíunni í hvert sinn sem því var snúið. Um miðjan dag var svo stórum kartöflum í álpappír (af hverju ættu bakaðar kartöflur að heita bakaðar kartöflur áður en þær eru bakaðar - absurd) sett við hliðina á kolunum.

Efter lunchtiden var grillen klar och lammet virat fast på armeringsnätet och placerades på grillen. Lammet vände vi på varje trettio minuter (eller mellan öl). Lammet var penslad med kryddolja varje gång den vändes om. Om kring tre-tiden var stora bakpotasisar (varför kallas bakpotatis,  bakpotatis innan dom bakas? - absurd) placerad bredvid kolen.
IMG_2355

Ég gerði forrétt - réttara sagt fékk ég tvo nágranna til að gera mestu handavinnuna. Hörpuskel var vafin með beikoni og stungin með tannstönglum. Bræddi smjör á stórri pönnu, steikti hvítlauk og velti síðan hörpuskelinni upp úr heitu smjörinu. Síðan var hörpuskelin grilluð þar til beikonið var steikt. Sett á disk. 200 ml af hvítvíni, safa úr 2-3 sítrónum, salti og pipar er bætt á pönnuna og soðið upp eldsnöggt og síðan hellt yfir hörpuskelina. Skreytt með steinselju og dreift á meðal gesta.
IMG_2439


Jag gjorde förrätt...rättare sagt fick två av mina grannar göra mest av arbetet. Pilgrimsmusslor sveptes med bacon. Smör var smält i en stor stekpanna, sen stekte jag vitlök och sist pilgrimsmusslorna. Pilgrimsmusslorna  grillades tills baconed var fårdigt stekt. Placerad på tallrik. 200 ml vitt vin, saft av 2-3 citroner, salt och peppar satt på pannan och kokad ihop snabbt, sedan hälld över musslorna. Dekorerades med persilja och creme de balsamico och fördelades ut mellan gästerna.

Jæja - Snúum okkur aftur að lambinu. Það var að sjálfsögðu penslað reglulega.

Men tillbaka till lammet som var självklart penslat regelbundet med olja.

IMG_2100

Með matnum bjó ég til hefðbundna soðsósu. Steikti lambabeinin sem ég fékk hjá slátraranum, í ofni. Síðan voru beinin sett í pott með vatni, salti, pipar og lárviðarlaufum og soðið. Í öðrum potti steikti ég grænmeti; lauk, gulrætur, hvítlauk og sellerí í olíu, saltað og piprað. Þetta var steikt í kannski 20 mínútur, eða þar til allt var orðið mjúkt og þá var því bætt saman við soðið. Þetta var látið krauma næstum allan daginn. Vatni var reglulega bætt saman við. Síðan var soðið síað í annan pott og soðið niður um þriðjung. Smjörbolla var útbúin í öðrum potti og sósan þykkt með henni. Saltað og piprað eftir smekk. Um hálfum lítra af rjóma var bætt saman við og soðið í 15 mínútur. Sósan var kraftmikil og góð. Með matnum var einnig borið fram salat; grænlauf, papríka, radísur, tómatar auk bakaðra kartaflna. Latifa í húsi númer 30 bakaði frábæra brauðhleifa!
IMG_2461


Jag gjorde sås till maten. Först rostade jag lammben, som jag fick av slaktaren, tills de blev bruna. Benen lade jag i en kastrull med vatten, salt, peppar och lagerblad och kokade i ett par timmar. I en annan gryta stekte jag grönsaker; lök, morötter, selleri och vitlök i olja. Saltat och pepprat. Stekt kanske i tjugo minuter eller tills grönsakerna var mjuka, då blandade jag det med köttet. Kokad nästan hela dagen - vatten var tillagt regelbundet i fonden. Fonden var sedan filtrerat och lagt i en annan gryta. Kokt ned åtminstone  en tredjedel. I den tredje grytan gjörde jag roux (smör och vetemjöl i jämne kvantititeter) och fonden piskat tillsamans med rouxen. Pepprat och saltat. Sirka halv liter av grädde var lagt till och låtit koka i 15 minuter. Såsen var kraftful och smakades bra. Med maten var också bjudit på sallad gjort av gröna blad, paprika, radiser och tomater samt bakpotatisar. Latifa från hus nummer 30 bakade fantastisk bra bröd for alla!
IMG_2455
Þetta var í fyrsta sinn sem ég elda og borða sænskt lambakjöt. Það kemur bara á daginn að það er alveg fjári gott. Með þessu er ég ekki að segja að það sé betra en íslenska lambið. En það er sannarlega ekki verra.

Detta var första gång jag lagar och äter svenskt lammkött. De visade sig vära jättegott. De betyder inte att de er bättre en islänskt lammkött - absolut inte. Men de er absolut inte sämre heller!

IMG_2458


Við átum, drukkum vín, hlógum, dönsuðum fram á nótt og eignuðumst helling af nýjum vinum. Þetta var frábær dagur. Takk fyrir mig og okkur öll.

Vi åt, drack vin, skrattade, dansade in i natten och skaffade många nya vänner. En helt fantastisk dag. Tack for mig och oss alla!

Hejdå och bon appetit.







Tuesday 11 May 2010

Ljúffengar marókóskar lambakjötbollur í tómatsósu með eggjum, kúskús oggrilluðu flatbrauði

Undirbuningur


Ég hef upp á síðkastið verið að lesa meira af uppskriftum og matreiðslubókum sem einblína á matargerð fyrir botni Miðjarðarhafsins. Þaðan kemur, að mínu mati, einn besti matur heimsins - að öðrum heimshlutum algerlega ólöstuðum! Ég rakst á þessa uppskrift á Youtube og hef verið að hugsa um að gera þennan rétt síðan. Þá var það Rick Stein sem var að spreyta sig á þessari klassíku marókósku uppskrift. Fyrir þá sem lesa bloggið mitt þá hef ég oft nefnt þennan fyrirmyndarsjónvarpskokk á nafn. Hann er þó lítið þekktur utan Bretlands en hann hefur gert marga afbragðs sjónvarpsþætti síðan um miðjan síðasta áratug aldarinnar sem leið. Hann hefur lengst af verið þekktur fyrir ást sína á sjávarfangi, ekki fráleitt heldur, þar sem að hann rekur fjóra veitingastaði í sjávarþorpinu Padstow í Cornwall-héraði í Suður Englandi. Alltént þessi maður hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér í mörg ár. Augljóst af hverju! Í myndbandinu má sjá hans útfærslu.



Fyrir þá sem nenna að lesa áfram eftir að hafa séð Rick gera réttinn finnst mér rétt að benda á að ég breytti aðeins út af hvað kryddin snerti. Mér fannst einhvern veginn nauðsynlegt að bæta aðeins í þar, og sé ekkert eftir því þar sem að niðurstaðan var sérstaklega góð. Og líka falleg fyrir augað. Ég gerði einfalt flatbrauð með matnum - uppskrift sem ég hef notað margoft áður og birt hérna á vefnum. Til að það fengi meira marókóska stemmingu hnoðaði ég kjúklingabaunum saman við deigið og bragðbætti með kúmeni.

Ljúffengar marókóskar lambakjötbollur í tómatsósu með eggjum, kúskús og grilluðu flatbrauði


Eins og ég nefndi hér að ofan fannst mér nauðsynlegt að bæta aðeins meira af kryddum en Rick Stein nefnir í myndbandinu sínu. Ég keypti 600 gr af lambahakki sem ég setti í skál og hnoðaði með 3-4 stórum, smátt skornum hvítlauksrifjum, handfylli af smátt skorninni steinselju, teskeið af þurrkuðu oregano og myntu, rúmlega teskeið af möluðu broddkúmeni (cumin), og papríkudufti og hálfri teskeið af sterkri papríku. Þetta var allt hnoðað vel saman og síðan mótað í bollur á stærð við golfbolta.

bollur

Þær voru síðan brúnaðar á pönnu og settar til hliðar. Síðan var einn heill laukur og meira af hvítlauk steikt í olíunni sem bollurnar voru steiktar í, steikt við fremur lágan hita í rúmar tíu mínútur þannig að hann varð gullinbrúnn og karmelliseraður. Saltað og piprað. Laukurinn var ekki brúnaður - hann tók bara þennan lit vegna kryddana sem voru í bollunum.

laukur

Þá var bollunum bætt saman við og velt vel saman við laukinn. Þá var tveimur dósum af góðum niðursoðnum tómötum, tveimur msk af tómatpuré og svo saltað vel og piprað á nýjan leik. Smakkað til og bragðbætt eftir smekk. Stundum þarf að sæta tómatsósur þar sem gæðin á niðursoðnum tómötum er mismunandi. Sumar tegundir heldur súrar og aðrar fremur sætar.

tomatarogeggpipar

Þar sem ég á ekki (ennþá) tagine, og ekki heldur lok á þessa stóru pönnu - skellti ég henni bara inn í ofn í nokkrar mínutur til að klára að elda eggin í heitri tómatsósunni. Skreytt með steinselju.

Borið fram með kúskús gerðu á hefðbundin hátt, vatnsoðið, bragðbætt með kjúklingakrafti, salti og pipar og hellt yfir kúskús. Plastfilma yfir og látið standa í nokkrar mínútur (kemur fram á pakkanum). Gerði einnig þetta prýðisgóða flatbrauð; 500 gr hveiti, 2 tsk ger, 2 tsk sykur, 200 ml af vatni, 2 msk olía, 2 tsk salt, ein dós af kjúklingabaunum og smáveigis af kúmenfræjum. Fyrst er að vekja gerið í volgu vatni með sykrinum - tekur kannski 10 mínútur. Á meðan er hveitið sett í skál, salt, olía, kjúklingabaunir og kúmeni bætt saman við. Vökvanum bætt útí og hnoðað saman. Gæti verið að það þurfi að bæta við vatni eða hveiti verði deigið of þurrt/blautt. Látið hefast í klukkustund. Þá er það klipið niður og flatt út, penslað með olíu, saltað og grillað í nokkrar mínútur á hvorri hlið.

Með matnum vorum drukkum við Gallo Sonoma Country Cabernet Sauvignion frá því 2006. Þetta er kröftugt vín, munnfyllir eins og Cabernet Sauvignion vill gjarnan verða.  Þetta fannst mér passa vel með matnum sem einnig var bragðmikill. Þetta er fremur dumbrautt á litin, með þungum ilmur af sætum dökkum ávexti með góðri fyllingu og tannín í eftirbragðinu. Prýðisgott alveg og á góðu verði.

abordinu

Þetta reyndist vera alveg frábær matur. Virkilega bragðgóður með bragði sem ég hef ekki verið vanur í svona kjötbolluuppskriftum, cumin og papríka. Svo var rétturinn, að mér fannst, líka svo fallegur með eggin syndandi á milli kjötbollanna í tómatsósunni - en kannski er það bara ég.

Bon appetit.

Saturday 1 May 2010

Djúpt inn í ameríska suðrið; PFC (Pukgränden steiktur kjúklingur) meðgulum maís og hrásalati

chicken (2)

Í Svíþjóð er fátt um veitingastaði sem selja viðskiptavinum sínum djúpsteiktan kjúkling. Þeir finnast í Danmörku en ekki hér. Af hverju veit ég ekki! Kannski hefur það að gera með að Svíum þykir of vænt um heilsu sína til að leggja sér slíkt til munns. En það er stundum þannig að á sunnudögum og bara stundum, að þá langar mann óheyrilega mikið í feitan, safaríkan, djúpsteiktan kjúkling. Ég er hræddur um að margir viti hvað ég er að tala um. Og það er fátt betra sem læknar syndina ljúfu á jafnsnarpan hátt og nokkrir bitar af þessum umrædda djúpsteikta kjúklingi. Það hlaut því að koma að því að ég myndi reyna að gera þetta sjálfur.

Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda. Ég er lengi búinn að ætla að gera þetta. En það er bara eitthvað við það að djúpsteikja mat. Ekki það að mér finnist hann vera vondur... ALLS EKKI! Maður veit bara hversu óhollur hann er ... fjandinn - þetta liggur í fitubaði í tuttugu mínútur. Óhollustan er öllum augljós ... augljós! Þannig að það að taka meðvitaða ákvörðun um að elda djúpsteiktan mat er ávísun á óh0llustu. Óhollustu ... ekki einu sinni sleipur pólitíkus gæti blaðrað sig í kringum þá augljósu staðreynd. En þetta er bara svo gott - svo fjári gott og svona er þetta með freistingarnar! Þetta byrjaði með djúpsteiktum skötusel (á reyndar eftir því að blogga hann). Hann braut eiginlega ísinn, og djö... var hann góður. Borinn fram með heimagerðu aoli og brakandi salati. Þar tók steininn úr. Næst var kjúklingurinn.

Og það er ekki beint hægt að segja að þennan rétt eldi maður óvart - alls ekki. Ef gera á þetta rétt, tekur meðferðin á kjúklingum um sólarhring. Þannig að undirbúningur óhollustunnar er vandlega meðvitaður. Sem er að vissu leyti ágætt, þá kemst maður aukaferð í ræktina, maður hjólar út í búð að versla, fer aukaferð upp tröppurnar, andar oftar á mínútu - allt hjálpar! Allavega með samviskubitið. Hvernig líður manni svo eftir að hafa borðað svona mat, troðið sig út af djúpsteiktum kjúkling? Blanda af sælu og samviskubiti - ein besta tilfinning sem finnst!

Djúpt inn í ameríska suðrið; PFC (Pukgränden steiktur kjúklingur) með gulum maís og hrásalati


kjuklingurihveiti


Áður en ég gerði atlögu að þessum rétti fór ég í nokkuð vandaða heimildavinnu, skoðaði margar uppskriftir á netinu, sá nokkur myndbönd og gluggaði í nokkrar matreiðslubækur. Þannig lærði ég eina góða reglu; að krydda kjúklinginn - krydda hann ríkulega. Og ekki bara einu sinni - heldur á nokkrum stigum. Sjálfan kjúklinginn, hveitið sem honum er velt upp úr, og svo eftir steikingu. Vík að því síðar.

Ég gerði þennan rétt seinast þegar ég var með foreldra mína í mat. Pabbi hafði frétt af því að við hefðum prófað þetta fyrir nokkrum mánuðum og hann heimtaði að fá að prófa þetta líka. Og hvernig er hægt að neita þeim frábæra manni um nokkurn hlut - aldrei neitaði hann okkur um neitt - þannig að það var þá ákveðið. Tveir kjúklingar voru keyptir og voru hlutaðir niður í átta bita. Bringur, vængi, leggi og upplæri; sextán bitar samtals.

Bitarnir voru kryddaðir rækilega með salti, pipar og hvítlauks/laukkryddi og látnir standa í nokkrar mínútur á meðan marineringin var undirbúin. Í flestum uppskriftum er kveðið á um "buttermilk" sem mér skilst að sé einhverskonar hálfsúr afrenningur í mjólkurframleiðslu, þegar verið er að framleiða smjör úr rjóma. Þá sé þetta eitthvað sem rennur af. Alltént er ekkert svona til í Svíþjóð - heldur notaði ég bara filmjölk sem er heldur þykkari.

Hellti tæpum lítra af filmjölk í plastfat, síðan fullt af salti (2-3 tsk), heilmikið af nýmöluðum pipar, heilum mjög smátt skornum rauðum chilli, 2-3 matskeiðar af paprikudufti, 2-3 tsk af laukdufti, 6-7 smáttskorin hvítlauksrif, 2-3 tsk af timian, 1-2 tsk af cheyenne pipar, safi úr 1-2 sítrónum. Þá var kjúklingabitinum bætt saman við þannig að það huldi vel kjúklinginn. Plastílátinu lokað og skellt í kæli í sólarhring. Þetta er, sko, ekkert eins og að vera í bíltúr og alveg óvart, grár eftir gærkvöldið "  aka framhjá KFC og lenda í því að kaupa Tower Zinger.  "This is premeditated murder baby!".

Daginn eftir er svo kjúllinn sóttur inn í ísskáp, tekinn upp úr mjólkinni, hristur vel þannig að allt sem er "umfram" fellur af. Síðan er honum velt upp úr bragðbættu hveiti (hveiti, salt, pipar, lauk, hvítlaukskrydd) og síðan settur á grind. Einstaka biti þarf að fara nokkrar ferðir í hveitið til að hjúpa alveg. En allt sem er "umfram" er hrist af. Þá er ekkert annað að gera en að djúpsteikja. Heimildir mínar sögðu að best væri að hálfdjúpsteikja, þannig að bitinn sé hálfur í kafi. Að slíkt væri trygging fyrir safaríkum og vel elduðum kjúkling. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. 10-12 mínútur á hvorri hlið þangað til að kjúklingurinn var orðin fallega gullinbrúnn. Sé hitanum stjórnað vel - 180 gráður - þá á þetta ekki að taka meira en 20-24 mínútur. Maður er pínu áhyggjufullur í byrjun og því er upplagt að taka einn bita frá og skera í. Sé hann ekki til, steikja lengur. Sé hann til, borða hann og klára svo að elda. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn þá er rétt að leggja hann á pappír og láta olíuna renna af. Engar áhyggjur - við höfum nægan tíma - hann helst heitur í drykklanga stund á meðan dúttlað er í restinni af eldamennskunni.
djupsteiking

Hrásalatið var ekki flókið. 1/3 hvítkálshaus, 3 gulrætur, 2 epli, 2 msk af sýrðum rjóma, 2 msk af mayjónesi, hálfur dl af appelsínusafa. Grænmetið fékk eina salíbúnu í gegnum grænmetiskvörnina, blandað saman og síðan var hitt hrært saman við. Með matnum vorum við líka með maískólfa, vafða inn í álpappír og bakaðir í ofni við 180 gráðu hita í 45 mínútur.

hrásalat



Svo er bara að setjast að borðum og njóta. Raða bitunum á disk, hrásalat og svo ein saltaður og smurður maískólfur. Með matnum drukkum við bara bjór. Ég held að það passi best með svona mat. Ekta comfort mat!

Bon appetit!

matur