Sunday 7 June 2020

Tvenns konar grillaðar risarækjur; með hvítlaukssmjöri og brenndum sítrónum á súrdeigsbrauði og eldheitar með chillikokteilsósu og snöggpækluðum gulrótum


Þetta er leiftursnögg grilluppskrift sem hentar vel á virkum degi - en myndi líka sóma sér vel á hvaða veisluborði sem er!



Galdurinn við eldamennsku eins og þessa er að grilla rækjurnar ekki of lengi - þær þurfa bara skamman tíma á blússheitu grillinu. Hiti og snör handtök skipta hér öllu máli. Svo snögg að það tekur varla því að opna bjór fyrir sjálfa eldamennskuna. Hann má teyga á meðan rækjurnar marinerast eða þegar hann er borinn fram með matnum. Svo má líka alveg sleppa bjórnum. Hann er góður en ekki nauðsynlegur. 

Tvenns konar grillaðar risarækjur; með hvítlaukssmjöri og brenndum sítrónum á súrdeigsbrauði og eldheitar með chillikokteilsósu og snöggpækluðum gulrótum 

Ég var með gesti í mat - Maggi og Hafdís mættu með yndislegu börnin sín. Ég byrjaði á að bera fram hvítlauksrækjurnar. 

Hvítlauksrækjur með hvítlaukssmjöri og brenndum sítrónum á súrdeigsbrauði

Fyrir sex svanga

Fyrir hvítlauksrækjurnar

600 g risarækjur
6 msk hvítlauksolía
safi úr einni sítrónu
4 msk graslaukur
salt og pipar

250 smjör
6 hvítlauksrif
3 msk graslaukur
salt og pipar

6 brauðsneiðar
hvítlauksolía



Þessi eldamennska var eins einföld og hugsast getur. Skar niður graslauk eins fínt og ég mögulega gat. 



Setti risarækjurnar í skál og bætti hvítlauksolíu, sítrónusafa, graslauk, salti og pipar saman við. 


Leyfði svo rækjunum að marinerast í hálftíma áður en þær voru þræddar upp á spjót. 


Hvítlaukssmjör er ofureinfalt að undirbúa. Skera hvítlaukinn eins smátt og unnt er eða setja hann í gegnum hvítlaukspressu. Hræra vel saman við smjörið ásamt tveimur til þremur msk af fínt hökkuðum graslauk, pipra aðeins. 


Næst er að blússhita grillið og grilla þær eldsnöggt. Þær skipta næstum strax um lit og þurfa ekki nema tvær mínútur eða svo á grillinu. 


Rækjurnar eru svo lagðar á grillað súrdeigsbrauð og bornar fram með glóðuðum sítrónusneiðum. 




Eldheitar risarækjur með chillikokteilsósu og snöggpækluðum gulrótum 

Fyrir sex (aðeins minna svanga)

600 g risarækjur
2 msk olio principe peperoncino
hnífsoddur af möluðum chili pipar (frá Kryddhúsinu)
1 msk rauður pæklaður chili pipar
2 msk hvítlauksolía
2 msk hökkuð steinselja
salt og pipar

Fyrir gulræturnar

3 marglitar gulrætur
6 msk edik
3 msk vatn
2 msk sykur
2 msk salt

Kínakálsblöð (þvegin og þerruð)

Fyrir sósuna

3 msk majónes
2 msk grísk jógúrt
1 msk sirachasósa
1 tsk hvítlauksolía
salt og pipar



Skellti rækjunum í skál og bragðbætti með þessari kraftmiklu olíu. 


Svo með þessum ljúffenga chili pipar. 


Og svo smáræði af þessum pæklaða rauða jalapeno sem er í sérstöku uppáhaldi hjá mér ásamt því að bæta við hvítlauksolíu, hakkaðri steinselju (hefði notað ferskan kóríander ef minn betri helmingur hefði ekki algert óþol fyrir þessu) og svo að lokum salti og pipar. 


Og auðvitað ferskum chili. Leyfði þessu að marinerast í 30 mínútur.


Ég notaði íslenskar marglitar gulrætur. Útbjó pækilinn í potti sem ég hitaði að suðu, kældi svo niður og hellti yfir næfurþunna gulrótarstrimla. 


Eftir að hafa grillað rækjurnar á funheitu grillinu lagði ég þær á kínakálsblöð sem ég hafði þvegið vandlega, lagði svo gulrótarstrimlana yfir ásamt því að sáldra chilikokteilsósu (blanda af siracha, jógúrt, majónesi og salti og pipar) yfir.


Svo var bara að skella þessu á disk og hesthúsa þessu í sig. Sælgæti! 


Með matnum drukkum við svo hressandi rósavín, Chill out Shiraz Rosé frá Kaliforníu, sem passaði vel við matinn og ljúfa vorsólina.

Það er óhætt að segja að þessar rækjur hafi heppnast vel! 

Verði ykkur að góðu. 

-------


Flest hráefnin í þessari færslu fást í verslunum Hagkaupa


3 comments:

  1. Wow! This is such a great recipe. As someone who loves to cook, this is really yummy! Can't wait to try it at home. I've actually been into cooking for the past years. But due to the pandemic I've decided I would much prefer playing games. Like for example, AKINATOR GAME. It's so cool cause it tries to guess the character you have in mind by asking a series of questions. [url=https://sites.google.com/view/akinator-pc] akinator - will you beat the magic genie? [/url]

    ReplyDelete
  2. Wow! This is such a great recipe. As someone who loves to cook, this is really yummy! Can't wait to try it at home. I've actually been into cooking for the past years. But due to the pandemic I've decided I would much prefer playing games. Like for example, AKINATOR GAME. It's so cool cause it tries to guess the character you have in mind by asking a series of questions. [url=https://sites.google.com/view/akinator-pc] akinator - will you beat the magic genie?[/url]

    ReplyDelete
  3. Wow! This is such a great recipe. As someone who loves to cook, this is really yummy! Can't wait to try it at home. I've actually been into cooking for the past years. But due to the pandemic I've decided I would much prefer playing games. Like for example, AKINATOR GAME. It's so cool cause it tries to guess the character you have in mind by asking a series of questions. akinator - will you beat the magic genie?

    ReplyDelete