Thursday 13 November 2008

Núna er það svart; Spaghetti Nero með tómat/chilli sósu, góðu brauði og úrvals hvítvíni

Fjölskyldan var í heimsókn hjá vinafólki hinu megin við brúna fyrir að verða fimm vikum síðan. Það var í upphafi bankakrísunnar og ég man vel eftir því hvað við vorum að ræða saman um hvernig myndi spilast úr þessu öllu. Lítið af því sem okkur datt í hug varð að veruleika ... ekki það að hugmyndirnar væru eitthvað fjarstæðukenndar eða slæmar. Allir mega koma með hugmyndir og það gleður mann hversu margir, hér í netheimum eru með hugmyndir ... svo er annað að útfæra þær. Ekki að ég hafi einhverjar kunnáttu í þessum efnum ... en allir mega hafa sýnar skoðanir. Sérstaklega í krísum.

Það sem vekur athygli mína er hugtakið ábyrgð. Það að bera ábyrgð er mér ekki framandi, þvert á móti, sem læknir ber maður ábyrgð á aðgerðum sínum, hjá því verður ekki komist. Þegar maður horfir á það ástand sem blasir við í dag ... katastrófískt ... ber enginn ábyrgð á neinu. Ráðamenn, bankamenn, eftirlitið ... voru á staðnum en virðast bara hafa verið saklaus fórnarlömb skelfilegra aðstæðna. Þetta fólk var innsti koppur í búri en virðast bara hafa rettur_a_ponnu.jpg verið farþegar í stjórnlausu fleyi, túristar án leiðsagnar, sauðir án hirðis. Lygilegt. Við þegnarnir erum augljóslega hálfvitar. Enda ekki við öðru að búast af okkur! Hvað höfum við borgarar gert til þess að tekið se mark á okkur.

And&/&(s ... þetta er matarblogg ... en maður getur bara ekki setið á sér. Það er bara ekki hægt ... kannski hægt en það er erfitt. Og eins og sjá má á blogginu mínu þá er ég maður sem læt undan freistingum. Þannig er ég bara gerður. Þetta er einmitt réttur sem varð til í heimsókn okkar hinum megin við sundið ... Aurasundið. Þetta var spontant matur, kannski eins og margar af lausnunum sem hafa legið í loftinu ... og bragðgott var það. 

spaghetti_nero_a_disk.jpg Núna er það svart; Spaghetti Nero með tómat/chilli sósu, góðu brauði og úrvals hvítvíni

Þetta var einfaldur matur. Ekki í fyrsta sinn sem ég byrja færslu með þessum orðum, en engu að síðar satt. 

Fyrst voru nokkur smátt skorin hvítlauksrif, ein smátt skorinn skarlotulaukur og einn smátt skorinn rauður chillipipar (kjarnhreinsaður) steiktur í blöndu af smjöri og olíu á pönnu í nokkrar mínútur þar til mjúkt. Saltað og piprað. Því næst var 300 gr af stórri hörpuskel skellt á pönnuna og svissað aðeins að utan og veitt af pönnunni. Þá va smá hvítvíni skvett yfir, alkóhólið soðið af, hálfri dós af niðursoðnum tómötum bætt saman við, smávegis af rjómaosti, hörpuskelin aftur saman við. Skreytt með basllaufum. 

closeup.jpg Borið fram með svörtu pasta - Spaghetti Nero - sem var eldað samkvæmt leiðbeiningum. Spaghetti Nero er gert á þann máta að bleki frá kolkrabba er bætt saman við hefðbundna pasta uppskrift til að leggja til þennan sérstaka lit. Ótrúlegt en satt leggur það ekki mikið til bragðsins, nema hvað það verður aðeins flauelskenndara þegar maður rennir því niður. Ljúffengt. 

Einnig var borið fram gott baguette, smá salat og gott hvítvín. Auðvitað hvítvín. Hvað er lífið án þess að hafa glas af köldu og góðu hvítvíni. 

Við fengum okkur meðal annars Beringer Napa Valley Fumé Blanc, sem stundum er selt undir nafninu Sauvignion Blanc. Hvað sem því líður þá er þetta sama vínið. Unnið úr Sauvignion Blanc þrúgu. Ferskt, ávaxtaríkt hvítvín með ágætu eftirbragði. Þetta er vín sem hefur fengið ágæta dóma á Wine Spectator, um 85 púnta. 

 

hofundur_i_rettu_ljosi.jpg


No comments:

Post a Comment