Það er auðvelt að fylla kjúklingabringur og það er hægt að fylla þær með hvaða góðgæti sem er. Mér datt þessi fylling í hug snemma um morguninn og gat því hlakkað til allan daginn til að koma heim um kvöldið og prófa þessa útgáfu.
Ég hef einhvern tíma áður gert svona fylltar bringur - og líklega hefur það ratað á bloggið mitt sömuleiðis. Uppskriftin var ekkert svo frábrugðin - hélt ég - þangað til að ég gáði núna þegar ég var að skrifa þessi orð - hélt ég um stund að ég hafði verið frumlegur - þó ekki nema í eitt augnablik. En hvað um það, fyllingin var aðeins frábrugðin, meðlætið annað og svo sósan - og svo tók ég myndir. Þannig að kannski sleppur þetta fyrir horn.
Safaríkar fylltar kjúklingabringur með einföldu salati og ofnbökuðu grænmeti
Ég útbjó einfalda fyllingu. Setti handfylli af kalamataólífum, 2-3 msk af niðurskornum sólþurrkuðum tómötum, 2-3 msk af fetaosti, 2-3 msk af niðurskornum basillaufum, álíka magn af rjómaosti, salt og pipar og blandaði saman með gaffli.
Fyrst er að skola af kjúklingabringunum og þerra með pappír. Þá skar ég lundina frá og lagði til hliðar. Þvínæst setti ég plastfilmu á brettið, aðra plastfilmu yfir og flatti út með kjöthamri.
Síðan lagði ég bringuna á plastbrettið og setti 2 msk af fyllingu á hverja bringu. Þá lagði ég lundina ofan á. Felldi síðan bringuna saman og vafði þremur beikonsneiðum utan um hverja bringu.
Til að gera þetta eillítið traustara stakk ég í þær nokkrum löngum tannstönglum - til að fyrirbyggja að þetta myndi detta í sundur við eldun.
Hitaði síðan pönnu, smá skvetta af olíu og steikti síðan bringurnar í 2 mínútur á hvorri hlið - rétt til að brúna beikinið áður en raðaði þeim í eldfast mót og bakaði þangað til að kjarnhiti náði 82 gráðum. Tók um 25 mínútur við 180 gráðu hita.
Grænmetið hafði ég gert á undan. Flysjaði kartöflur, gulrætur og setti í eldfast mót og bætti við nokkrum aspasstönglum sem ég átti. Velti grænmetinu upp úr smávegis af kraftmikilli hvítlauksolíu. Skar niður heilan hvítlauk og bætti við. Steikti svo grænmetið á gashellunni á nokkrar mínútur. Hreyfði það til aðeins svo það brynni ekki. Setti það síðan inn í heitan ofn og bakaði í 35-40 mínútur þar til fallega brúnað.
Safaríkar fylltar kjúklingabringur með einföldu salati og ofnbökuðu grænmeti
Ég útbjó einfalda fyllingu. Setti handfylli af kalamataólífum, 2-3 msk af niðurskornum sólþurrkuðum tómötum, 2-3 msk af fetaosti, 2-3 msk af niðurskornum basillaufum, álíka magn af rjómaosti, salt og pipar og blandaði saman með gaffli.
Fyrst er að skola af kjúklingabringunum og þerra með pappír. Þá skar ég lundina frá og lagði til hliðar. Þvínæst setti ég plastfilmu á brettið, aðra plastfilmu yfir og flatti út með kjöthamri.
Síðan lagði ég bringuna á plastbrettið og setti 2 msk af fyllingu á hverja bringu. Þá lagði ég lundina ofan á. Felldi síðan bringuna saman og vafði þremur beikonsneiðum utan um hverja bringu.
Til að gera þetta eillítið traustara stakk ég í þær nokkrum löngum tannstönglum - til að fyrirbyggja að þetta myndi detta í sundur við eldun.
Hitaði síðan pönnu, smá skvetta af olíu og steikti síðan bringurnar í 2 mínútur á hvorri hlið - rétt til að brúna beikinið áður en raðaði þeim í eldfast mót og bakaði þangað til að kjarnhiti náði 82 gráðum. Tók um 25 mínútur við 180 gráðu hita.
Grænmetið hafði ég gert á undan. Flysjaði kartöflur, gulrætur og setti í eldfast mót og bætti við nokkrum aspasstönglum sem ég átti. Velti grænmetinu upp úr smávegis af kraftmikilli hvítlauksolíu. Skar niður heilan hvítlauk og bætti við. Steikti svo grænmetið á gashellunni á nokkrar mínútur. Hreyfði það til aðeins svo það brynni ekki. Setti það síðan inn í heitan ofn og bakaði í 35-40 mínútur þar til fallega brúnað.
Sósan var afar einföld. Hafði hitað 250 ml af kjúklingasoði. Þegar kjúklingurinn var tilbúinn hafði runnið af talsvert af vökva sem ég hellti saman við sósuna. Setti síðan 50 ml af rjóma - leyfði suðunni að koma upp, saltaði og pipraði og þykkti með maizenamjöli.
Gerði einnig einfalt salat, bara blöndið grænlauf, tómata, agúrku og rauðlauk. Sáldraði smávegis af olíu og sítrónusafa, salti og pipar. Meira þurfti ekki.
Gerði einnig einfalt salat, bara blöndið grænlauf, tómata, agúrku og rauðlauk. Sáldraði smávegis af olíu og sítrónusafa, salti og pipar. Meira þurfti ekki.
Með matnum var drukkið ágætis hvítvín, Montes Sauvignion Blanc frá því árið 2010. Þetta er létt og gott vín frá Chile. Lyktin er ferskt, smá sítrónukeimur og ávöxtur. Létt sýrt á bragðið, ávaxtaríkt og þurrt. Ágætt eftirbragð.
Tími til að njóta
Tími til að njóta
Girnilegt!
ReplyDeleteÞúsund þakkir fyrir þetta gourmet blogg, stel uppskriftum hér eins og engin sé morgundagurinn og líkar alltaf vel :)
ReplyDeleteSteldu og njottu vel. Eat, drink and be merry!
ReplyDeleteGoda helgi, Ragnar
Þetta er ekkert smá girnilegt :)
ReplyDelete