Monday 15 February 2010

Bestu hamborgarar allra tíma? Ótrúleg borgaraveisla í Danmörku - öllutjaldað til!

Hamborgarar eru góður matur. Það er merkilegt hversu góð samloka, hamborgari í raun er. Þessi samblanda nautahakks, brauðs, grænmetis og hina ýmsu sósa - hvað þetta er vel heppnað. Fáar samlokur standast hamborgaranum snúning. Það bara verður að segjast. En hamborgarinn á líka sínar myrku hliðar. Þessum ágæta rétti hefur verið skipulega nauðgað af skyndibitastöðum um langt árabil. Áhangendur MacDonalds og Burger King geta hætt að lesa hér - sá sem hér bloggar hefur algera ímugust á þeim stöðum og ruslinu sem þeir pranga upp á fólk undir nafninu matur. Þessa skoðun mína mun ég ekki rökstyðja frekar - hún er öllum augljós og fjöldi annarra deilir skoðun minni. En nóg um það - snúum okkur að alvöru hamborgurum.

Fyrir rúmri viku síðan var mér boðið til vinar míns í Danmörku í algerlega meiriháttar matarboð. Það var dáldið skemmtilegt hvernig það kom til að Kristinn bauð okkur í þessa matarveislu. Á fyrstu vikum Miðjunnar, undir liðnum matur, var greint frá ákaflega skemmtilegri heimasíðu sem ostaframleiðendur í Wisconsin halda úti þar sem ástarsambandi hamborgara og osts er gert hátt undir höfði. Og þá meina ég hátt undir höfði! Á þessari síðu eru kynntar þrjátíu girnilegar uppskriftir af hamborgurum - lygilega girnilegum hamborgurum. Fyrir áhugasama má glöggva sig nánar á heimasíðu þeirra - www.cheeseandburger.com. Alltént sýndi ég Kristni og Teit þessa heimasíðu þegar þeir voru hérna í heimsókn fyrir nokkru. Kristinn virðist hafa bitið þetta í sig og eftir ýtarlega heimildavinnu bauð hann nokkrum vinum til sín í þessa frábæru hamborgaraveislu þar sem öllu var tjaldað til. Ég var heppinn að fá boð!

Eftir netkosningu höfðu fjórir hamborgarar af þeim þrjátíu af heimasíðunni orðið fyrir valinu;

The Farmer John, nr 7 - ’..not for the guy who makes spreadsheets for a living. 

The Lumberjack, nr 10 – ‘..it´s breakfast, lunch, dinner and a few snacks all rolled into one’.

The Sheboygan, nr 26 – ‘..If you´re vegan or vegetarian, please cover your ears".

The Camelot, nr 16 – ‘..treat her right and she´ll return the favor tenfold..’

Bestu hamborgarar allra tíma? Ótrúleg borgaraveisla í Danmörku - öllu tjaldað til!


Þetta varð hið skemmtilegasta samstarfsverkefni. Kristinn og Teitur söfnuðu saman öllu hráefni - það hefur sennilega verið þriggja sólarhringavinna. Við hjálpuðumst að í eldhúsinu. Ég sá um að setja í hamborgarabrauðin og gera laukhringina. Kristinn grillaði, Teitur skar niður álegg og  tók allar ljósmyndir. Hinir drukku bjór og svo drukkum við allir bjór. Og allir voru glaðir! Mjög glaðir!



Kristinn hafði keypt nóg af nautahakki - ein tvö kíló frá slátraranum; hakkað niður "live" eftir pöntun. Þannig er hakkið best. Það var hnoðað í væna nautahakks pylsu - saltað og piprað rækilega.



Þegar maður er með nautahakk af þessum gæðaflokki er alger óþarfi að bæta mikið af kryddum samanvið. Ekki að það sé rangt - alls ekki. Það væri hægt að krydda þá, bæta við lauk af hvaða tegund sem er, brauðmylsnu, eggi, salti og pipar, chilli - you name it. En við létum salt og pipar duga. Kjötinu var deilt niður í tólf safaríka hamborgara.



Ég gerði einfalda uppskrift fyrir laukhringina, eftir minni, hveiti - kannski tveir bollar, teskeið salt, hálf teskeið lyftiduft og  álíka mikið af matarsóda. Um það bil flösku af góður bjór eða pilsner er hrært saman við þangað til að maður er kominn með þykkt deig.


Laukurinn er skorinn niður í sneiðar, velt upp úr hveiti og síðan skellt í deigið og þaðan beint í heita olíuna og steiktir þar til fallega gullinbrúnir.


Í uppskrift fyrsta hamborgarans - The Farmer John - kvað á um að gera rosti kartöflur. Við hökkuðum niður kartöflur, bleitum með eggi, krydduðum með salti og pipar og síðan steiktir á pönnu. Brauðinu var þrýst ofan í kartöflurnar og síðan steikt með þar til það fór að taka lit.


The Farmer John - "Not for the guy who makes spreadsheet for a living"

Þykkur grillaður hamborgar hlaðin öðru góðgæti. Samkvæmt uppskrift átti að nota Limburger ost - sem er kraftmikill og bragðmikil mygluostur með miklum "daun" - ljúffengur á bragðið. Rostikartöflur á báðum brauðsneiðum, beikonsneiðar, laukhringir til skrauts.


The Lumberjack, nr 10 – ‘..it´s breakfast, lunch, dinner and a few snacks all rolled into one’.

Hvítur og gulur cheddarostur, tveir hamborgarar, ristað hvíttbrauð, gult sinnep, hvítur laukur, tómatsósa, mayonaise. OMG - hvílíkur hamborgari - þessi fannst mér bestur!



The Sheboygan, nr 26 – ‘..If you´re vegan or vegetarian, please cover your ears".

Á þessum hamborga var þýsk bratwurstpylsa, sauerkraut, sterkt sinnep. Uppskriftin kallaði á "cheesecurds". Kristinn fann ekkert svoleiðis þannig að við notuðum aftur þennan ótrúlega bragðgóða gula cheddarost.


The Camelot -, nr 16 "..treat her right and she´ll return the favor tenfold".

Þessi var með kraftmiklum camenbertosti, steiktum sveppum, karmelliseruðum lauk, tómötum, dijon sinnepi og velpipruðu beikoni. Þarna var maður orðin svo saddur að það þurfti raunverulega að þvinga hamborgarann ofan í sig. En góður var hann!



Og auðvitað maður kvöldsins - Kristinn Grétarsson - hvílík frammistaða! Maturinn var stórkostlegur - félagsskapurinn ennþá betri. Lifi alvöru hamborgarar. Núna eru bara tuttugu og sex hamborgarar eftir!

Bon appetit!

14 comments:

  1. Þetta er glæsilegt, prófa "The Farmer John" um helgina :-)

    ReplyDelete
  2. Guðný Heiðbjört16 February 2010 at 16:29

    Sæll

    Matarbloggsíðan þín er einum of girnileg. Þetta matarboð með eingöngu hamborgunum í aðalhlutverki er gjörsamlega syndsamlega flottasta matarboð sem ég hef séð. Glæsilegt!!

    ReplyDelete
  3. Auður Matthíasdóttir16 February 2010 at 21:31

    Glæsilegir hamborgarar. Mér hefur lengi fundist fólk ekki átta sig á gæðum ekta hamborgara. Hér er sönnun þess að þetta er flottur matur!

    ReplyDelete
  4. Þú ert með ótrúlega skemmtilegt blogg og skrifar það mjög skemmtilega. Mér finns æðislegt að fylgjast með þér, haldtu því endilega áfram :)
    Kv.
    Inga

    ReplyDelete
  5. Sirrý Sunnukjör20 February 2010 at 12:37

    Mmmmmm girnilegt - þetta ætla ég að prófa, engin spurning.

    ReplyDelete
  6. We love your blog post and photos of the Cheese & Burger Society cheeseburgers. They are beautiful. We've made you the next "Member of High Standing" on our Facebook page, http://facebook.com/cheeseandburger, and we'd like to send you a Cheese & Burger Society t-shirt. Email us back so we can make that happen! And keep up the delicious burger creations!

    ReplyDelete
  7. Frábær hamborgaraheimasíða, lá í hláturkasti og slefandi við að hlusta á þennan frábæra gamanleikara lýsa borgurunum .......... pottþétt komin í favorites hjá mér !

    ReplyDelete
  8. Hello
    Thank for bestowing this great honor on me and my friends. I would love a teeshirt. Your website is one of the coolest I have seen about hamburgers!
    I live in Sweden and my address is; Ragnar Ingvarsson, Pukgranden 1, 22648 Lund, Sweden.
    Regards, Ragnar

    ReplyDelete
  9. Sæll, þetta er mjög girnilegt allt saman. Ég lendi hins vegar í miklum vandræðum með síðuna þeirra. Ég get ekki skoðað alla hamborgarana né uppskriftirnar.

    ReplyDelete
  10. Sæll Kokkur úr Kópavogi.
    Þetta er örugglega bara spurning um þann vafra sem þú ert að nota - eða plugin sem vantar.
    Bestu kveðjur, Ragnar

    ReplyDelete
  11. Sæll alveg magnað stöff maður þessi burgersíða algjör snilld og veislan hjá ykkur líka :) heyrðu bara eitt sem ég er að spá er á einhverjum stað nánari lýsing á uppskrift fyrir þessa burgera, ég sé bara upptalningu á hráefni sem fer í þá, slumpar maður kannski bara eftir myndunum hvernig þetta raðast allt saman hehe.

    Sé að ef maður fer í Chef's Choice og nær í uppskrift þá er ýtarleg lýsing á matreiðslu og alles með þeim. Annars bara takk fyrir þetta, maður hefði kannski alrei rekið augun í þessa síðu:)

    kv
    Bragi

    ReplyDelete
  12. Elínborg Kristjánsdóttir25 February 2010 at 15:21

    Saell Ragnar.

    Mig langadi bara ad segja thér ad thessi faersla hefur glatt ansi marga hamborgarathyrsta íslendinga í Hollandi sídustu vikuna. Svo mikid ad fólk er farid ad plana hamborgarpartý hér og hvar um landid :)
    Hollendingar kunna nefnilega alls ekki ad búa til almennilega burgera og so far hefur adeins fundist einn stadur í Amsterdam thar sem haegt er ad fá decent burger.

    Takk fyrir skemmtilegt blogg.
    Ella

    ReplyDelete
  13. Sæll Bragi
    Varðandi magn og annað - þá er um að gera að slumpa bara. Við fórum bara eftir myndunum.
    Hvað varðar hamborgarana sjálfa þá keypti Kristinn 2 kg af afbragðshakki og gert í 12-14 hamborgara.
    Brauðin voru nauðaeinföld - notuðum brauðuppskrift sem ég hef notað margoft áður og bloggað - eini munurinn var að það fékk að tvíhefast. Fyrst í um 45 mín svo barið niður - skorið niður í brauðbollur og látið hefast aftur - sett síðan í ofninn og bakað í 20 mínútur eða svo.
    Annað var bara improv.
    mbk, Ragnar

    ReplyDelete
  14. Sjúkleg hamborgaraveisla og hressandi síða sem ég rétt í þessu var að uppgötva. Áfram svona og ég verð daglegur gestur!!

    ReplyDelete